Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 37
mannalAt.
37
á síðari tímum, sem í nærfellt 40 ár hefir unnið íyrir stjórn-
legum, þjóðlegum og vísindalegum framförum hennar. f>að er
Jón Sigurðsson. Hann andaðist í Kaupmannahöfn eptir
langvinnar þjáningar 7. desembermánaðar. Hann var fæddur á
Kafnseyri í Isafjarðarsj'slu 17. dag júnimánaðar 1811. Hann út-
skrifaðist úr heimaskóla frá föður sínum 1829, en fór 1833
utan til náms á Kaupmannahafnarháskóla, og átti þar heima
uppfrá því. f>að er hvorttveggja, að á þessum blöðum er ei
rúm til þess að rita, þó ei væri nema lítið ágrip af æfisögu
hans, enda er vel samið ágrip af henni í 6. ári Andvara, 1880,
eptir Eirík prófast Briem. Jarðarför hans fór fram 13. dag
desembcrmánaðar í Garnisonskirkjunni í Kaupmannahöfn, og
fylgdi honum mikill fjöldi fólks. f>angað kom af hendi
konungs T r a p leyndarráð, ríkisþingsforsetarnir K r a b b e og
Liebe, Nellemann íslandsráðherra, margir þjóðþingis-
menn, einkum úr vinstrimannaflokki, háskóiakennarar nokkrir
og allir íslendingar, sem voru í Kaupmannahöfn. Tvær kistur
voru um líkið; sú innri var af zinki, en hin ytri af eik, og
var hún öll krönzum hulin. Á kistulokinu var silfurkranz
mjög fagur, með skildi, sem gefinn var af landsmönnum hans,
enn fremur pálmlaufakranz frá íslenzkum stúdentum og tveir
lárviðarkranzar, annar frá bókmenntafjelaginu, en hinn frá þjóð-
vinafjelaginu. Á silfurskjöldinn voru grafin þessi orð:
t
J ó n Signrðsson
í'æddur 17. júui 1811,
kvongaðist 5. september 1845,
dó 7. desember 1871).
Óskabarn íslands,
sómi þess, sverð og skjöldur.
Fyrst var sunginn sálmurinn; «Tænk naar en Gang, den Taage
er forsvunden!», og síðan hjelt Schepelern prestur á-
gæta og kjarnorða ræðu, og rakti fagurlega æfifcril hans í gegn
um baráttu og stríð fyrir þjóð sína. Á eptir Schepelern
presti hjelt E i r í k u r prófastur B r i e m ræðu á íslenzku, og
var hún sömuleiðis góð og kjarnorð. Pegar því var lokið,