Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 20
20
ATVINNUVEGIR.
þegar á verzlunarstaðina kom, varð minna úr öllu saman, því
að sumstaðar var engin vörugreining, þar sem það átti að verða^
t. d. í Húnavatnssýslu, en sumstaðar fór hún öll í handaskolum,
og ljek jafnvel orð á, að sumir af kaupmönnum þessum hafi á
eptirlátið alla ullinaí einni bendu í ullarsekkina, þó að hún væri
skilin að nafninu til á verzlunarstaðnum, svo að þetta góða
fyrirtæki hafi að lokunum hjer um bil engan árangur haft. Er
það því verra, að það skuli liafa verið kaupmönnum sjálfum
að kenna, að eigi varð meira úr þessu happaráði mcð vöru-
vöndunina, sem þeir hafa svo kvartað yfir henni, og það eigi um
skör fram.
Gránufjelagið hefir blómgazt vel, eins og vant er,
og hefir baft afarmikla verzlun fyrir Norður- og Austurlandi.
Sumarið áður hafði það keypt eystra strandaða skútu fyrir
nokkur hundruð krónur, og var skútan svo lítið biluð, að
Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson gjörði mest við hana sjálfur
í hjáverkum sínum þar eystra. Síðan var farið með hana út
og lokið aðgjörðinni, og er því öllu var lokið og «Rósa» var
orðin jafn haffær og áður, hafði hún kostað Qelagið um 8000
kr., en hún var þá virt til ábyrgðar á 30000 kr.; getur enginn
annað sagt, en fjelagið kæmist vel frá þeiin kaupum. Af öðr-
um verzlunaríjelögum er lítið frjettnæmt að segja. Hrossakaup
Slimons hjeldu áfram sem áður, og var flutt alls út af landinu
þetta sumar 1051 hross, og var verð þeirra að meðaltali 54 kr.
Sömuleiðis hjeldu þeir áfram fjárkaupum sínum, og fluttu 2302
sauði frá Akureyri og 2360 frá Seyðisfirði til Skotlands; sauð-
irnir voru að meðaltali 20 kr.
Húsabyggingum og bæjabyggingum fór víða
allmikið fram þetta ár, einkum sunnanlands. Hjer má geta
tveggja húsabygginga. Annað var aðgjörð dómkirkj-
unnar í Keykjavík. Hún var orðin áður svo, að hún mátti
sýnast hverjum manni, er hana sá, sem viðurstyggð eyðingar-
innar, sem þyrfti að útrýma. Til aðgjörðar kirkjunni voru
lagðar 21000 króna af landslje, og skyldi 16000 vera lán, en hitt
tillag. Jakobi snikkara Sveinssyni var falin á hendi aðgjörðin, og
lauk hann henni um sumarið. Yar kirkjan tekin út eptir aðgjörð-
ina 6. dag septembermán., og þótti hún þá vera orðin sem ný.