Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 20
20 ATVINNUVEGIR. þegar á verzlunarstaðina kom, varð minna úr öllu saman, því að sumstaðar var engin vörugreining, þar sem það átti að verða^ t. d. í Húnavatnssýslu, en sumstaðar fór hún öll í handaskolum, og ljek jafnvel orð á, að sumir af kaupmönnum þessum hafi á eptirlátið alla ullinaí einni bendu í ullarsekkina, þó að hún væri skilin að nafninu til á verzlunarstaðnum, svo að þetta góða fyrirtæki hafi að lokunum hjer um bil engan árangur haft. Er það því verra, að það skuli liafa verið kaupmönnum sjálfum að kenna, að eigi varð meira úr þessu happaráði mcð vöru- vöndunina, sem þeir hafa svo kvartað yfir henni, og það eigi um skör fram. Gránufjelagið hefir blómgazt vel, eins og vant er, og hefir baft afarmikla verzlun fyrir Norður- og Austurlandi. Sumarið áður hafði það keypt eystra strandaða skútu fyrir nokkur hundruð krónur, og var skútan svo lítið biluð, að Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson gjörði mest við hana sjálfur í hjáverkum sínum þar eystra. Síðan var farið með hana út og lokið aðgjörðinni, og er því öllu var lokið og «Rósa» var orðin jafn haffær og áður, hafði hún kostað Qelagið um 8000 kr., en hún var þá virt til ábyrgðar á 30000 kr.; getur enginn annað sagt, en fjelagið kæmist vel frá þeiin kaupum. Af öðr- um verzlunaríjelögum er lítið frjettnæmt að segja. Hrossakaup Slimons hjeldu áfram sem áður, og var flutt alls út af landinu þetta sumar 1051 hross, og var verð þeirra að meðaltali 54 kr. Sömuleiðis hjeldu þeir áfram fjárkaupum sínum, og fluttu 2302 sauði frá Akureyri og 2360 frá Seyðisfirði til Skotlands; sauð- irnir voru að meðaltali 20 kr. Húsabyggingum og bæjabyggingum fór víða allmikið fram þetta ár, einkum sunnanlands. Hjer má geta tveggja húsabygginga. Annað var aðgjörð dómkirkj- unnar í Keykjavík. Hún var orðin áður svo, að hún mátti sýnast hverjum manni, er hana sá, sem viðurstyggð eyðingar- innar, sem þyrfti að útrýma. Til aðgjörðar kirkjunni voru lagðar 21000 króna af landslje, og skyldi 16000 vera lán, en hitt tillag. Jakobi snikkara Sveinssyni var falin á hendi aðgjörðin, og lauk hann henni um sumarið. Yar kirkjan tekin út eptir aðgjörð- ina 6. dag septembermán., og þótti hún þá vera orðin sem ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.