Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 83

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 83
LÁT HRLDRA FÓLKS. 83 Hann var fæddur 16. dag ágústmánaðar 1811, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1835, og sigldi næsta ár til Kaupmannahafnar- háskóla, og lauk þar guðfræðisprófi með bezta vitnisburði 1840. Hann vígðist prestur að Hólmum 1841, og þjónaði því em- bætti til dánardægurs. Hann var prófastur í Suður-Múla pró- fastsdæmi frá 1847 til 1862. Hann var hinn vinsælasti maður, hygginn og gætinn, og hið mesta prúðmenni í öllu, og unnu honum allir hugástum, er hann þekktu. Hann kvongaðist haust ið 1840 ungfrú Kristrúnu Jónsdóttur frá Grenjaðarstað, og varð þeim 4 barna auðið. — Annar af merkisprestum, er dóu á þessu ári, var Páll prestur Jónsson Matthiesen. Hann and- aðist á ÍMngvöllum við Öxará 9. dag febrúarmánaðar. Hann var fæddur í Vatnsfirði 1811, lauk prófi í Bessastaðaskóla og vígð- ist síðan aðstoðarprestur föður síns að Arnarbæli 1837; 1839 fór hann utan og stundaði guðfræðisnám við háskólann um tveggja ára tíma; síðan varð hann prestur til Skarðsþinga í Dalasýslu 1847, og að Hjarðarholti í Dölum 1855, að Stokks- eyri 1866 og síðast að Arnarbæli í Ölfusi 1873. 1878 fjekk hann lausn frá embætti. 1847 gekk hann að eiga Guðlaugu porsteinsdóttur, er var ættuð undan Eyjafjöllum. Páll prestur var tápmaður mikill, og umfram aðra menn að vaskleik og allri atgjörvi; hann var virtur af öllum, er hann þekktu, og þótti hvervetna mikið til hans koma. — Hinn þriðji af prestaöld- ungum þeim, er látizt hafa, er Asmundur prófastur Jónsson í Odda; hann dó 18. dag marzmánaðar. Hann var fæddur á Lambhúsum á Álptanesi 22. nóvember 1808, útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1827, og fór þá utan, og tók þá guðfræðispróf við háskólann 1833 með bezta vitnisburði, Hann var settur dómkirkjuprestur 1835, en fjekk Odda á Rangárvöllum 1836, og varð prófastur í Itangárþingi 1841. Dómkirkjuprestur varð hann aptur 1846, og lijelt því til 1854, og þá aptur að Odda, og var þar til dauðadags. Hann var allra manna híbýlaprúð- astur, og vel að gáfum búinn, og fræðimaður heldur mikill. Þótti jafnan mikið til hans koma í hverju því sem fyrir kom. — Árna prests Jóhannssonar hefir verið áður getið í slysfarakaflanum. Hjer má og minnast eins prests, sem and- aðist á þessu ári, þó að hann væri aldrei hjer á landi í em-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.