Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 58
58
árferd og atvtnnuvecír.
rúmum þriðjungi og á almennu búðaverði. Vakti það allmik-
inn áhuga manna á því, að halda því áfram framvegis.
Af almennum framförum í landbúnaði er fáttað segja, það
er frjettnæmt sje; menn stunduðu stíflugarðahleðslu og þúfna-
sljettun með meira kappi en áður, enda var vorið svo, að
hægt var að róta til jörðinni fyrir klaka. Eigi er samt kunn-
ugt, að nein stór fyrirtæki væru í þá stefnu unnin á sumri þessu,
nema það sem hið síðasta smíðahögg var lagt á Staðarhyggð-
armýrarnar; þær reyndust mjög vel um sumarið, og þótti hálfu
minni mannafla þurfa til þess að vinna að þeim en áður. Á-
huginn á að komast niður í landbúnaðinum sýndi sig í því,að
búfræðingar fóru um sveitir og sögðu mönnum fyrir um ýmis-
legt, og margir yngri menn leituðu til Noregs til þess að nema
þar búfræði. Búnaðarfjelög eru að smákoma upp, og þó að
þau sje ekki aðgjörðamikil, geta þau samt orðið að gagni með
tímanum, ef þau deyja eigi út til fulls. Nokkrir framtakssamir
menn hafa og tekið sig fram um að stunda bú sitt og jarða-
bætur heima hjá sjer, og gengið vel; hafa sumir þeirra fengið
styrk af landsfje eptir meðmælum amtsráðanna til verkfæra-
kaupa. Til þessa þrenns, búfræðinganna, er nema ytra, hún-
aðarljelaganna og verkfærakaupanna voru veittar af þinginu
1879 10000 kr. fyrir hvort árið, þannig að það hjet til eflingar
búnaði, og má það vel verða til mikils gagns þó lítið komi í
hvern stað. Til þessa miða og gripasýningar þær, er haldnar
voru í Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum. Gripasýningin
í Skagafjarðarsýslu var haldin 10. dag maímánaðar á hinum forna
þingstað Hegianessþings, Garði í Hegranesi. Forstöðumaður
sýningarinnar hafði kosinn verið sýslufulltrúi Gunnlaugur Briem,
og hafði hann efnað til hennar með þeim föngum, sem kostur var á;
kom saman á stað þennan fjöldi manna að því er við var að búast
á slikum stað, þar sem um er lukt á allar hliðar af stórum
sundvötnum og hafi. Allmargir gripir komu þar til skoðunar
og voru verðlaunum sæmdir, en eigi þykir þörf að telja þá upp
lijer, nema ef vera skyldi ávinnsluvjel ein, er þangað kom.
Hún var svo gjör, að áburðurinn var látinn í kassa einn,
er fer á völtum; eptir kassanum endilöngum gengur áss einn
þakinn járngöddum, er taka inn á milli gadda innan