Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 25
MENNTUN.
25
mildu fljótara að prenta. f>egar Einar pórðarson prentari sá,
live vel prentunin tókst í ísafoldarprentsmiðjunni, útvegaði
hann sjer aðra hraðpressu frá Þýzkalandi. Er hún nokkru
stærri en hin, en að öðru leyti er hún engu betri. B 1 ö ð i n
voru þau hin sömu þetta ár sem að undanförnu; þetta sumar
fylgdu Isafold sem aukablað alþingisfrjettir 19 blöð,
sem komu út um þingtímann, og var því tekið með miklum
fögnuði af alþýðu manna, sem von var, þar eð þingtíðindin
koma sjaldan út fyr en löngu á eptir tímanum, og sjást ald-
rei í sumum sveitum landsins. Síðast í nóvember byrjaði að
koma út nýtt blað í Reykjavík, er «Máni» nefndist; það átti að
vera 12 arkir á ári; ritstjóri þess er Jónas Jónsson tómthús-
maður í Reykjavík.
Vísindafjelögin hafa eigi verið iðjulau3 þetta ár-
ið. Fjelagar bókmenntafjelagsins voru 7G8, eða 4
færri en árið áður. I'etta ár komu út frá því Skírnir og
s k ý r s 1 u r þess sem vant er, f r j e 11 i r f r á í s 1 a n d i,
efnafræði, eðlislýsingjarðarinnar, um eðli
og heilbrigði mannlegs líkama og íslenzkar forn-
sögur, I. bindi. Frá þjóðvinafjelaginu komu 5. ár And-
vara, síðara hepti af mannkynssögu Melsleðs ogalman-
akið. í Andvara var ágæt ritgjörð um stjórnarmálið eptir Ein-
ar alþingismann Asmundsson, stutt cn greinileg. Önnur rit-
gjörðin var ferðasaga til Noregs, og um bátasmíð og íiskiveið-
ar þar eptir Einar bónda Guðmundsson á Hraunum. Hafði
hann fengið 1000 króna styrk af landsfje til þess að ferðast
til Noregs og kynna sjer bátasmíðar manna þar og semja rit-
gjörð um það. Ritgjörðin er ljóst og vel samin og má eflaust
verða að miklu gagni. Seinast eru nokkur smáljóð (epigram-
mata) útlögð úr grísku af Stgr. Thorsteinson, þau eru útlögð
með snilld, sem böfundinum er lagin, en þó að þau sjeu fögur,
er hætt við, að alþýða finni ei í þeim hina sömu fegurð, sem
þeir, er kunnugir eru hinum forna skáldskap, þar eð þau hafa
á sjer nokkuð einkennilegan blæ, eins og flest af hinum forna
gríska og rómverska skáldskap.
Allmargt hefir komið út af bókum á þessu ári, og skal
lijer að eins getið hinna merkustu af þeim.