Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 70
70
MENNTUN.
ein, Ölkofraþ|áttur, var þar gefin út af Hugo Geringí Halle.
fessi rit eru flest gcfin út með málfræðilegum skýringum.
í almennri málfræði kom út framhald af Orðsafni
Jóns í’orkelssonar með skólaskýrslunni; og svo Dönsk
lestrarbók eptir Steingiím Thorsteinsson. Sú bók kom í góð-
ar þarfir og er hin handhægasta; framan við hana er stutt
málfræði, og aptan við orðasafn, en þó að mörg orð dönsk,
er finnast í bókinni, vanti í orðasafnið, og sumum finnist dansk-
an of þung á sumum sögum í bókinni, einkum eptir því, hvern-
ig þeim er niðurraðað í bókinni, hafa landsmenn tekið henni
tveim höndum, og láta sjer hana að góðu gagni verða.
S k á 1 d s k a p a r r i t komu fá út á ári þessu, og er hið
helzta þeirra Ljóðmæli eptir Grím Thomsen. Iivæði
þessi eru bæði fá og stutt, og mörg af þeim voru kunn áður.
þ*au eru flest með einkennilegum blæ, líkt og þjóðkvæðin hin
fornu, aflmikil og efnisrík; minna sum þeirra á hina fornu
vikivaka, að því er snertir hina einkennilegu og kjarnaríku
hugsun. Að formi og búningi, einkum að því er rím og hljóð-
fallanda snertir, eru þau miður vandlega úr garði gjörð, einkum
það af þeim sem er úllagt. Kvæðin eru ekki nema 46 að tölu,
og öll afar stutt, svo að þar getur eigi verið um fjölhæft efn;
að gjöra. Hitt annað, sem út hefir komið í bundinni ræðu,
hefur að eins verið vesalar rímur, samhnoð af eddukenningum
og orðskrípum, t. d. Ríuiur af Hjeðni og Hlöðvi og af
Finnboga ramma, og eru þær svo úr garði gjörðar, að mikið
vantar á, að þær sje bókmenntum vorra tíma til sóma.
Af skáldritum í óbundinni ræðu má nefna smá-
sögur tvær, cr út hafa komið. Önnur kom út með Skuld, og
kallast: Hvorn eiðinn á jeg að rjúfa? eptir Einar skóla-
pilt Hjörleifs>on. Saga þossi er með hinum nýja realistiska blæ,
eða á að vera það, og er að því leyti nýtt framkvæmi í bók-
menntum vorum, en að því, er stefnu hennar snertir, hafa
dómar manna verið allmisjafnir um hana. En þó að ófullkom-
lcika megi á henni finna, er hún engu að síður vel samin af
unglingi; mál og efnisfærsla er ljóst og lipurt og frásögnin fjörug
og tilgjörðarlaus. Skin og skuggi er önnur saga eptir
Pál Jónsson. Hún er ólíku daufari og efnisminni, og lítið annað