Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 29
MENNTUN.
29
og eru þau lítilsvirði. Höfundurinn var alþýðumaður, allvel
menntaður, eptir því sem gjörist meðal alþýðu, og talinn laglega
hagorður; hann var merkur maður í sveit sinni og unnu honum
flestir, er þekktu hann. En er hann var látinn, vildu ættingjar
lians fegra minning hans með því að gefa út kvæði þau, er eptir
hann fundust, jafnvel þótt höfundinum liafi aldrei dottið það í hug
sjálfum. Svo var gefin út stór kvæðabók, og má með sanni segja
að hún er minningu höfundarins til mikillar hneisu IJar er allt
gefið út í hendu, alvarleg, og jafnvel hálf-andleg kvæði, og hið
viðbjóðslegasta klám og vísur, sem ekkert hafa sjer til ágætis
nema þær eru hlaðnar saman af hortittum. Ef kvæði þessi hefðu
verið gefln út með skynsemd, hefði mátt fá úr þeim dálítið
kvæðakver, sem hefði mátt heita fulllaglegt, eða að minnsta
kosti meinlaust. Einn af hinum yngri prestum, Olafur Iijarna-
son á Kíp, sá um útgáfuna, og bjó kvæðin undir prentun. Af
kvæðum hefir eigi annað komið markvert, nema ef telja skyldi
ríuiur af Finnboga ramina eptir Asmund Sigurðsson og
rímur af Hjeðni og Hlöðvi eptir Jón Eyjólfsson, livorar-
tveggja afar-ómei kar í alla staði. Af skáldritum í óbundinui ræð u
komu út tvær sögur þetta ár. Önnur þeirra var Aðalsteinn
eptir Pál prest Sigurðssou á Hjaltabakka. Það er löug saga
en efnislítil og hefði vel getað verið liálfu styttri, þó engu af
efninu væri sleppt úr. Efnið er í rauninni ekki neitt, nema að
segja frá uppvexti efnilegs unglings, sem hamingjan ber á hönd-
um sjer til auðs og velgengni; en þogar hann er búinn að fá
í heudur færi til að geta framkvæmt eitthvað eða beitt hæfi-
legleikum sínum, verður ekkert úr honum. Sagan er því í heild
sinni lítilsvirði, en einstakir kaflar hennar eru all-laglegir. Alls
yfir er framsetningin dauf, og hið kátlega í sögunni fjörhtið.
Sama er að segja um Mína vini eptir þorlák Johnson verzl-
unarmann í Reykjavík. f'að á að vera spottsaga, er skal refsa
Reykjavíkurlífinu, og sýna fram á bresti þess; en það hefir eigi
tekizt vel. Höfundurinn hofir eigi haft næga þekking á
mönnunum til þess að geta tekizt á heudur að lýsa þeim í
mörgum myndum, svo að það fari í nokkru lagi. IJað er meira
vandaverk að rita sögu svo í lagi fari, en margur heldur; höf-
undurinn þarf að hafa fleira í höfðinu en eintóma atburðaröð,