Fréttir frá Íslandi - 01.01.1879, Blaðsíða 35
MANNALÁT.
35
ist hann af brjóstveiki, sera að síðustu dró hann til bana.
Hann var hinn vandaðasti piltur í öllu, livcrs manns hugljúfi,
og stundaði vcl nám sitt. — 8. dag nóvembermánaðar andað-
ist á sjúkrahúsinu í Keykjavík Ó 1 a f u r Ó. T h o r 1 a c í u s,
hreppstjóri frá Dufansdal í Arnarfirði. Hann var atgjörvis-
maður hinn mesti og vinsæll, og öllum mjög harmdauði; hann
hafði slasazt af byssuskoti, er að síðustu dró liann til bana;
liann var um fimmtugt. — 11. dag sama mánaðar varð Páll
prestur Ingim u ndars on á Gaulverjabæ bráðkvaddur. Hann
var fæddur á Egilsstöðum í Ölfusi 21. dag maímánaðar 1812.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínutn til 1824; en þá fluttist
hann til móðurbróður síns, Jóns prests Árnasonar á Söndum
í Dýrafirði, og kom hann honum í skóla. Hann úlskrifaðist
1836 og fór þá til Jakobs prófasts Árnasonar í Gaulverjabæ,
og varð aðstoðarprestur hans 1839, og var settur varaprófastur
í Árnessýslu 1840—1848. Hann var altaf aðstoðarprestur til
dauða Jakobs prófasts 1855, og var síðan veittur Gaulverjabær
eptir hann 31. júli 1856, og var þar síðan prestur til dauða-
dags. Hanu kvæntist 1842, og gekk að eiga ungfrú Sigríði
Eiríksdóttur Sverrisen; þau áttu saman mörg hörn, og lifðu 3
dætur föður sinn. Páll prestur var góður keunimaður og
framúrskarandi ástundunarsamur og reglufastur í embætti sínu
og hvers manns hugljúfi.
II a n n e s Á r n a s o n, prestaskólakennari í líeykjavík,
andaðist eptir langvinn veikindi 1. dag desémbermánaðar. Hann
var fæddur' 11. dag októbermánaðar 1809, varð kandídat í
guðfiæði frá háskólanum 1847, og vígðist þá prestur að Stað-
arstað um vorið. Um sumaiið liætti hann við prestskap og
varð þá þegar um haustið kennari í forspjallsvísindum við
prestaskólann í Keykjavík; einnig hafði hann á hendi frá þeim
tíina til 1876 kennslu við lærða skólann í dýra- og steinafræði.
Hann kvæntist 1848 í Kaupmannahöfn Lovise G. C. A. Anthon;
hún andaðist 1868. fcim varð eigi barna auðið. Hann var
allra manna vinfastastur, og þóft hann virlist nokkuð undar-
legur í fyrstu, ávann liann sjer clsku allra þeirra, er vildu
þekkja hann. Hann var vel að sjor í heimspekilegum fræðum
og las þau jafnan af mikilli ástunduii og unni þeim mjög.
3*