Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1966, Side 62
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ekki hið sama. I klukknaportinu eru engar þiljur, sem spyrna stöf- unum út, en hér er skor'ðun stafsins aðalatriði. Þess vegna eru hökin á syllunni báðum megin við stöpul, reyndar einnig á neðri brún henn- ar. Til þess að hak þetta hafi gott hald, er nauðsynlegt að framlengja sylluna út úr stafnum það mikið, að ekki klofni útúr. Hér er um tækni- lega nauðsyn að ræða, og skyldleikinn fer ekki milli mála. Hins vegar hefur hinn upprunalegi tilgangur gleymzt hér smátt og smátt og sylla út úr stafnvegg orðið stílkækur, samanber bænhúsið í Gröf, skemmur á Breið í Lýtingsstaðahreppi, Ási í Hegranesi, Ási í Fellum og anddyraportið á Stóru-Ökrum. Fyrir ö'ðru fornu minni vottar, það er hallinn á framstöplunum, sem minnir óneitanlega á gerð fornra kirkjustöpla í Noregi og Dan- mörku, t. d. klukknahúsið við Borgundarkirkju. Halli þessi hefur líka sína tæknilegu skýringu, hann hefur verið til að styrkja klukkna- húsið gegn því mikla kasti, sem á klukkurnar kom við hringingu. Hins vegar virðist hallinn á klukknaportsstöfunum á Möðruvöllum ekki gegna þessu hlutverki lengur, því að klukkurnar eru þann veg staðsettar, að slátturinn fer í þveröfuga stefnu við það, sem búast hefði mátt við af halla stöplanna að dæma. Hér er því eitt minnið í viðbót, sem glatað hefur upprunalegum tilgangi, en þó nógu greini- legt til þess að benda á ættarmót. Af kirkjustól Möðruvallakirkju sést, að klukknaportið er reist 1781. Ekki er hægt að sjá af eldri heimildum, að stöpull hafi staðið þar fyrir, þó vekur orðalag vísitazíunnar 1776 grun um, að svo kunni að hafa verið: „framundan kirkjudyrum hefur proprietarius látið hlaða að nýju klukknaports kampa“. Spurningin er, hvort orðalagið „áð nýju“ þýði nýja kampa eða, að fyrir hafi verið aðrir, sem endur- nýjaðir eru. Um það get ég ekki dæmt, en hér hefur í raun og veru sögu þessa mannvirkis. Fimm ár standa kamparnir auðir, en þá lætur proprietarius Sigurður Eiríksson til skarar skríða, og 16. október 1781 fær portið svofelldan vitnisburð hjá héraðsprófastinum séra Erlendi Jónssyni: „item hefur proprietajáus látið byggja klukkna- port með 4 stöplum, 4 bitum og 2 neðri bitum, syllum, áfellum, 2 sperrum og súðþaki mestan part, 2 aurstokkum og 3 miðsyllutrjám til beggja hliða, framan fyrir því eru dyrastafir, grindahurð á járn- um aftur krækt, þar upp af pillárar millum bita og 2 slár hvors vegar millum stólpa og dyrustafa“. Klukkurnar, sem áður hengu inni í kirkju, koma ekki í portið fyrr en næsta ár: „Anno 1782 . .. klukkna- portið nýuppbyggt, og þangáð fluttar 2 klukkurnar á ramböldum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.