Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Page 76
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
myndin er að hver hinna norrænu þátttakenda flytji eitt eða tvö
erindi um fornleifafræði eða þjóðfræði við háskólann í Reykjavík
þessa viku. Það er þó ekki enn búið að ganga frá málinu og ég
þori ekki að fullyrða hvort af því verður í raun og veru. Ef svo
verður væri að sjálfsögðu ánægjulegt, ef þér vilduð taka þátt í þess-
ari viku og halda eitthvert erindi, t.d. um fortíð Finnlands eða
eitthvað slíkt og kæmuð með skuggamyndir til að nota við það
tækifæri. Ég kem með myndir af fornum mannvirkjum og forn-
gripum frá Svíþjóð til að geta verið viðbúinn ef það verður af
þessari viku. Dr. Nilsson og dr. Roussell taka líka með sér myndir
til vonar og vara.33
Þrem dögum síðar fékk Nilsson sömu boð frá Stenberger.34
Ekkert varð þó úr þýska leiðangrinum 1939. Opinberlega var sú
skýring gefm að ekki hefði fengist fé, en ástæðan var önnur. Einn þátt-
takenda hafði verið lausmáll og komið upp um innihald verkefnisins.35 I
dönskum og íslenskum dagblöðum birtust greinar um að Himmler ætl-
aði að rannsaka hvort foringinn í Þriðja ríkinu ætti ættir að rekja til vík-
inga.36 A forsíðu danska dagblaðsins Politiken birtist heiftúðug grein 23.
febrúar 1939 með fýrisögninni: „Himmler leitar forfeðra á íslandi“ og
undirfýrirsögninni ,,Er hægt að rekja Þriðja ríkið til íslenskra víkinga?“ I
greininni sagði:
I byijun marsmánaðar á að hefja ættfræðirannsóknir á Islandi í stór-
um stíl. Gestapóforinginn Himmler hefur skipulagt mikinn rann-
sóknarleiðangur þangað, og mikil sveit ættfræðinga hefur þegar ver-
ið valin til að hafa upp á forfeðrum, og einnig á að reyna að komast
að því að hve miklu leyti hægt er að rekja ættir Þriðja ríkisins til is-
lenskra víkinga. Allir ættfræðingar og leiðangursmenn eiga að vera í
S.S. Þegar þurft hefur að fá til vísindamenn sem ekki voru orðnir
félagar í S.S. hafa þessir verið teknir í lið Himmlers undir fánanum
með sigurrúnunum tveim. Fenginn er ríkisstyrkur til verksins.“
Wolfram Sievers (1905-1948), sem var hátt settur í SS og starfaði fýrir
Ahnenerbe, skrifaði síðar, ekki beiskjulaust, um að gert hefði verið lítið
úr þýskum rannsóknum.37 Sievers hafði verið valinn einn af forvígis-
mönnum þýska leiðangursins. Hann fékk aldrei annað tækifæri til að
koma til Islands. I júní 1948 var hann ákærður fýrir glæpi gegn mann-
kyninu og tekinn af lífi.38