Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 4
4
þetta mál sé fram borið. Þvi hefir höfundi þessarar
greinar og frumvarps þess, sem á eftir fer, komið til
hugar, að nú sé gott að byrgja brunninn, á meðan barn-
ið er ekki dottið ofan í. Fyrir því hefir hann samið
frumvarp til nýrra kosningarlaga, er lögleiðir heimullegar
kosningar. Jafnframt því fer og frumvarpið fram á þá
breyting, að kjörstaður sé hafður í hverjum hreppi. Með
þessu móti nær hinn almenni kosningarréttur tilgangi
sinum margfalt betur en nú, þvi að með þessu móti er
svo að kalla hverjum kjósanda innan handar að neyta
kosningarréttar síns án nokkurs teljandi ómaks eða
kostnaðar.
Frumvarp það, sem hér fer á eftir, er samið með
nokk'urri hliðsjón af löggjöf annarra landa, sem þetta hafa
í lög leitt; má nefna meðal þeirra England og Þýzkaland,
en einkum þó Australíu, Belgíu, Canada og Bandarikin.
Tilgangurinn með að birta frumvarpið þannig all-
löngu fyrir þing er sá, að gefa mönnum færi á að hug-
leiða málið og gera sér það ljóst, og eins að gefa blöð-
unum kost á að ræða það. Og þó að nöfundurinn hafi
gert sér alt far um að hugsa málið sem bezt, og íhugað
rækilega sérhverja ákvörðun og grein, þá mun hann þó
kunna hverjum þeim þökk, sem gefa kann bendingar til
bóta í einhverjum atriðum.
Af því að höfundinum er fremur um hugað, að mál
þetta mætti ná fram að ganga á næsta þingi, hefir hann
forðast að hagga nokkuð við kjörgengisskilyrðum og
stöku ákvörðunum öðrum í núgildandi kosningarlögum
vorum, af þvi, að breyting á þeim verður eigi fram borin
nema sem stjórnarskrárbreyting, og vildi hann eigi, að
það yrði þessu frumvarpi að farartálma, enda á bezt við
að breytingar á stjórnarskránni komi fram í frumvörpum
einar út af fyrir sig, en séu eigi samtvinnaðar réttarbót-