Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 128
128
lagði kanann upp á pallstokkinn; vildu þá yngri börnin
óvæg fara honum á bak og ríða, og kölluðu: hestinn,
hestinn, en eldri börnunum var alt minna um hann gef-
ið, og hálffurðaði þau á, að hann var kominn inn í bað-
stofu; vörnuðu þau yngri systkinum sínum að fara á bak
klárnum. Hesturinn stóð kyr um hríð, en sneri síðan
til dyra, og fór út; kornu þá hjónin heim, og sáu, hvar
Gráni hélt ofan eftir túninu, og stefndi til vatnsins.
Þau þóttust vita, hvað vera mundi, og urðu afarhrædd,
en íögnuðu mjög og lofuðu guð, er þau komust að
raun um, að ekkert var að orðið. Ein dóttir þessara
hjóna hét Helga, móðir Solveigar Eyólfsdóttur frá Mó-
gili, móður Gísla Jónssonar Gislasonar, sem var á 61.
ári 1847. Hann sagði sögumanni mínum þessa sögu
eftir móður sinni.1
Ymsar aðrar glennur hafa nykrar gert mönnum til
þess að tæla þá út í vötn en þær, sem getið hefir verið
um, svo sem nykur sá, sem á að vera í Búðarhólsvatni í
Arnessýslu. Einu sinni voru nokkur börn að leika sér
niðri við vatnið. Þau sáu gullkamb koma upp úr vatn-
inu; langaði þau til að ná í kambinn, og óðu út í vatn-
ið, en héldu hvert í hendina á öðru. Kamburinn færð-
ist út í vatnið eftir því, sem börnin óðu lengra út, og
lá þeim við druknun, en til allrar hamingju kom þá til
þeirra fullorðinn maður, sem gat bjargað þeim.2
Ekki þolir nykur að heyra nafn sitt eða nokkurt
orð, sem likist því. Þá tekur hann viðbragð, og hieypur
í vatnið. Hann má t. d. ekki heyra neinar myndir af
1) Tvær seinustu sögurnar eru eftir handriti Gísla
Konráðssonar í hndrs. Á. M. 276, 8vo.
2) Eftir handriti Jóns Marteinssonar í hndrs. Thotts
953 fol. á KonungsbókhlöSu í Kmhöfn. Sbr. Þjóðs. J.
Árnasonar II bls. 71.