Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 131
köstuðu í Langavatn í Langavatnsdal, hafi orðið að nykr-
um. Atburður þessi á að hafa gerst snemma á 15. öld,
og er sögn þessi alveg einStök í íslenzkri þjóðtrú.1 Önn-
ur sögn er til um það, að naut, sem skilið var eftir í
Skaftártungu á blóðvellinum hálfflegið og óbútað í sund-
ur, hafi gengið aftur, horfið í djúpan hyl í Tungufljóti,
og orðið að nykri. Oftast hefir nykur þessi birzt í líki
bröndótts nauts, því svo var nautið litt, sem aftur gekk,
og er hann því nefndur Brandi, en þó heftr hann birzt í
ýmsum öðrum líkjum og jafnvel eins og skip á siglingu.
Org mikil og óhljóð heyrast stundum í fljótinu, einkum
á vetrardag, þegar fljótið hefir verið að ryðja sig, og er
þá Brandi að öskra; þykir það venjulega vita á eitthvað
ilt.2 Brandi er sá eini »ykur, sem hægt er ?ð átta sig
á. Öskrið er ekkert annað en brak og brestir í ísnum,
þegar hann er að brotna, og ísflökin lemjast saman, en
skipið á siglingu mun hafa verið ísjaki, sem hefir staðið
á rönd í svipinn.
Nykratrúin er algeng á Islandi enn í dag, að minsta
kosti á Suðurlandi, og sumar sögurnar af Norðurlandi
eru líka tiltölulega nýjar. Það, sem liggur til grundvall-
ar fyrir uykratrúnni, virðist vera tvent: Ókunnugir hestar,
sem börn eða unglingar hafa séð öðru megin, en ísa-
brestir í vötnum hinu megin. Það er þó alls ekkert ó-
eðlilegt við ísabrestina í raun og veru. Þeir koma til af
því, að ís sá, sem liggur á vötnum, dregst saman í köldu
veðri, eins og aðrir hluti. Við þennan samdrátt koma í
hann sprungur, en um leið bg sprungurnar myndast t
ísnum, heyrast brestir miklir og eftir því meiri, sem ís-
1) Huld V, bls. 02.
2) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 358—59, Sbiv
Hald VI, bls. 21.