Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 144
i44
Skrimsli þetta eða skepna var mjög stórvaxið, og var eins
og eitthvert bákn kæmi upp úr ánni. Menn gátu hvorki
séð höfuð, sporð né lögun greinilega, og var það ýmist
meiri hluti eða minni af skrimslinu, sem kom í ljós. Það
er trú manna, að þessi sýn viti ávalt á eitthvað, annað-
hvort stilt vor, sem ekki virðist þó vera líklegt, eða eitt-
hvað annað. Fólkið i þessu koti sér oft þess konar fer-
líki, einkum aldraðir menn, en hafa ekki annað af því að
segja en að það sé flekkótt eða dröfnótt, og að stundum
komi upp alllangt horn, alt að sex álnum að hæð og að
því skapi að gildleik. Rætur hornsins sjást sjaldnast, þeg-
ar skrimsiið kemur í Ijós, og vita menn það ekki, hvort
það er á bakinu eða annarstaðar á búknuni. Sumir
segja, að það sé gljáandi. Líkt ferlíki hefir nokkurum
sinnum sést kringum ferjustaðinn, og halda flestir, að
það sé sama skrimslið, sem fari upp 'og ofan um farveg
fljótsins, en eigi heima í hyl einum djúpum hjá koti því,
sem nefnt hefir verið. Það má telja sérlega og náðuga
tilhögun af guði almáttugum, að þvílík skrimsli gera
hvorki mönnum mein, né skjóta þeim of miklum skelk í
bringu. Skrimsli þetta sést stundum oft, en stundum
sjaldan. I tíð herra Gísla biskups Jónssonar sællar minn-
ingar kom það einu sinni í ljós hjá Höfða nálega á hverj-
um sólarhring. Herra biskupinn lagði af stað með presti
sínum herra Erasmusi Villaðssyni, dönskum manni, til að
athuga þessa skepnu eða skrimsli nákvæmlegara, en þá dró
það sig í hlé, og hélt sér niðri í ánni«. 1702 sást stórt
skrimsli í Hvítá, sem var kringlótt í laginu, en annars
ekki ókeimlíkt sel1). Loksins sást ókennilegt dýr í Hvítá
1893, og verð eg að taka hér upp lýsinguna á því orðrétta,
þótt hún sé nokkuð löng, því hún er allmerkileg, og
gefur góðar bendingar um, hvers konar skepnur ýms
1) Feröabók Eggerts Ólafssonar. bls. 877—878.