Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 163
anisk) efni, t. d. leifar af jurtum, rotna þar, sem lítið
kemst að af lofti, svo sem niðri í vatni. Loftbólur þær,
sem oft sjást koma upp úr pyttum í mýrum og grunn-
um vötnum, eru mestmegnis lofttegund þessi, en þó get-
ur hún verið blönduð öðrum lofttegundum. Hreint
methan er litarlaust, en mjög eldfimt, enda er það náskylt
lofttegund þeirri, sem stunaum kemur fram í kolanám-
um, og sprengir .alt í sundur, þegar kviknar á henni,
bæði námana sjálfa og menn þá, er kunna að vera þar.
Þar, sem kolavatnsloftið kemur fram eins og loftbólur,
hefir að eins myndast lítið af því, en stundum myndast
svo mikið, að heilar flyksur losna úr botninum, svo að
þær flæðir upp. Appellöf gerir ráð fyrir, að mikið af
organiskum efnum safnist fyrir á vatnsbotni á ákveðnum
stað, t. d. í lægð. Þar fer að myndast methan, og mynd-
ast ávall meira og meira. Að því rekur, að jurtaieifarn-
ar verða þrungnar léttu kolavatnsefni, og sækjast þær þá eftir
að losna við botnmn og komast upp að yfirborði vatns-
ins. Nú getur farið svo, að nokkuð af loftinu losni áð-
ur en torfau kemst upp að yfirborðinu, og sést þá meiri
eða minni ókyrð á vatninu, eftir því, hvort torfan hefir
mist meira eða minna af lofti. Torfan sjálf kemur fyrst
i ljós seinna, og sekkur aftur, þegar alt loft er komið úr
henni. Stundum hafa menn séð ókyrð mikla á yfirborði
vatna, en ekkert skrimsli, og byggist það á því, að loft
getur vel rutt sér rúm upp úr vatni, þótt botninn hagg-
ist ekki. Eins má vera, að torfan missi svo mikið loft,
áður en hún kemst upp að yfirborði vatnsins, að hún
verði svo þung, að hún geti ekki flotið, og sökkvi aftur.
Þessi skýring nægir til að skilja þau skrimsli, sem
halda kyrru fyrir í yfirborði vatnsins, og taka að eins
þátt í hreyfingum þess, en sökkva svo aftur, þegar alt
loftið er komið úr flyksunni. Aftur er erfiðara að skýra
11*