Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 116
2. Kong. ii og 2 Kron. 23. Þar eru prestar og Levít-
ar á síðari staðnnm látnir framkvæma það, sem líf-
vörður konungs, hirðmenn og kallarar eru látnir fram-
kvæma á fyrri staðnum.
Þótt því nú ekki verði neitað, að þeir kaflar finnist
víða í Kroníkubókunum, þar sem sagan er rétt sögð, verður
ekki sagt um ritið í heild sinni, að það sé sögulega trú-
verðugt rit. Það er skylda vor að kannast hreinskilnis-
lega við þetta, og heiður sé Lúter, er hafði einurð á að
játa þetta afdráttarlaust, er hann segir: »Konunga-bæk-
urnar eru hundrað þúsund fetum framar en sá er samið
hefir Kroníkubækurnar, því að hann hefir í letur fært að
eins það, sem er aðalatriðið, og helztu kaflana og sögum-
ar, en það, sem ljótt er og minniháttar, hefir hann hlaup-
ið yfir; því skal fremur reiða sig á Konunga-bækurnar en
Kroníkubækurnar«l.
í Esra- og Nehc’nia-bók hefir höf. auðsjáanlega haft
stuðning af eldri heimildum og það líklega eiginhandar-
ritum (dagbókum?) þeirra Esra og Nehemía sjálfra, sem
ráða má af því, að í sumum köflum þessara bóka talar
höf. í fyrstu persónu, auk þess sem orðfærið er annað
á þessum köflum en öðrum köflum bókanna. Að þær
eru skráðar um 300 f. Kr., sést meðal annars á því, að
þar er nefndur Jaddúa æðsti prestur, en hann lifði
þrem mannsöldrum síðar en Eljasíb æðsti prestur, er var
samtíða Nehemía (sbr. Neh. 3, 1; 12, 11). Þessar sögu-
bækur halda áfram sögunni þar sem Kroníkubækurnar
hætta eða árið 538 og ná fram að 432, er Nehemía
dvelur í Jerúsalem í annað sinn.
Enn skal hér minst tveggja rita sögulegs efnis, þótt
talsverður vafi sé á þvi, hvort þar sé um sögurit eða
fræðirit að ræða; það eru ritin Rutar-bók og Esterar-bók.