Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 137
07
í Hvítá tvo daga samfleytt hjá bænum Arhrauni eftir að
rökkvað var. Fyrra kvöldið sprengdi hann ísinn, svo að
áin fór að flóa út yfir bakkana; sást hann þá um þvera
ána í tveimur hlykkjum. Seinna kvöldið var hann í
einum hlykk, og bar svo hátt, að hann náði upp í mitt
HestfjalU1 2 3. 1635 þóttust menn lika sjá orm eða ófreskju
í Hvítá hvað eftir annað, milli Oddgeirshóla og Arnar-
bælis.2
Ormurinn í Skaftá hefir heldur ekki sést nema tvisv-
ar sinnum, svo að eg hafi sögur af. Gísli biskup Odds-
son segir í annál sínum, að tveir skilríkir menn, Nikulás
Björnsson og Þórarinn Vigfússon, hafi séð orm um jóla-
leyti 1597 og um áramótin 1605-1606 hafi margir menn
séð þar orm, sem var gráleitur á kviðnum, en annars
svartur.
Ormurinn i Skorradalsvatni á að vera geysistór,
og hafa menn stundum þózt hafa séð svarta rák eða há-
an hrygg eftir endilöngu vatninu, en það er afar-langt.
Aftur hefir hann stundum sést reka einstaka hluta upp
úr vatninu, svo sem bausinn eða sporðinn, og hefir þá
verið langt mjög á milli þeirra. Stundum hefir hann
teygt kryppuna svo hátt upp, að hana hefir borið yfir há
ijöll. Aldrei birtist ormurinn nema fyrir einhverjum ill-
um tiðindum, annaðhvort vondu veðri eða mannskæðum
drepsóttum. Mest bar á orminum á 17. öld, og kvað svo ramt
að, að menn voru hræddir um, að hann mundi eyða sveitina;
fengu Skorrdælingar því Hallgrím prest Pétursson til að
afstýra þessum ófagnaði nálægt 1660. Hann varð vel
við bæn þeirra, og kvað orminn niður á báðum endum
og í miðjunni, svo að hann má ekki mein gera síðan.8
1) Sbr. Árbækur Elspólíns VI, bls. 22—23.
2) Árbækur Espólíns VI, bls. 72. í Huld steudur
1633, en það er rangt.
3) Þjóðsögur og munnmæli 1899 bls. 420—22.