Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 173
173
um gráskjótt að lit. Þau urðu hálfhrædd, lögðu aftur
skemmuhurðina, og spelkuðu að innanverðu. Þegar dýr-
ið sá, að það komst ekki inn í skemmuna, lagðist það
upp við þiiið, og var það svo þungt, að það brakaði i
þilinu. Börnin óttuðust, að þilið mundi bila, en ekki
reyndi á það, því nokkuru seinna sneri dýrið frá aftur,
og sáu börnin það seinast til þess, að það steypti sér í
sjóinn. Ekki gátu börnin lýst dýrinu greinilega, en það
var miklu stærra en nokkur skepna, er þau höfðu séð.
Húsavikurskrivislið. Þegar Ólafur bóndi, er stundum
var kallaður hinn ríki, bjó í Húsavík eystra, og synir hans
voru uppvaxtarpiltar, lá sjódýr eitt uppi í norðanverðri
Húsavík, og þorðu rnenn ekki á sjó í nærfelt viku. Ef
dýr þetta heyrði hljóð í landi, gaf það einnig frá sér
hljóð svo mikið, að það bergmálaði í fjöllunum. Dýr
þetta var því líkast, sem tveir selir væru fastir saman á
hliðunum. Nokkru seinna sást annað skrimsli liggja þar
uppi í fjöru1).
Skrimslið í Þistilsfirði. A þorranum í vetur (1868)
stóð hér unglingsmaður yfir fé hér um bil 400 faðma frá
sjó, en nokkuð skemmra frá bænum í þéttings froststormi
af landi. Það var að mestu heiðríkt, og komið fast að
dagsbirtu, en lítil glæta af stjörnum. Maðurinn hóar
saman fénu til að reka það heim. í þessu sér hann
skepnu koma frá sjónum og stefna til sín. Honum datt
í hug, að það væri kind af öðrum bæ, og beið því þang-
að til dýr þetta átti ekki nema svo sem tvær álnir til
hans, sér hann þá, að það var lítið hærra en sauður, en
nokkru lengra og digrara. Fætur þess sýndust mjög
1) Þrjár seinustu sögurnar eru teknar eftir handriti
Sigfúsar Sigfússonar á Höfða á Yöllum 1891. Miðsöguna
hafði hann eftir sonarsyni Sveins, sem heyrði hann sjálfan
segja frá atburði þessum.