Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 129
129
sögninni að nenna, því þær líkjast mjög einu nafni hans,
og sumar eru jafnvel alveg eins, ekki heldur myndir af
nafnorðinu nón, því þær falla sumar saman við annað
nafn hans. Ekki má nykurinn heldur heyra sagt and-
skoti, sem er eitt af nöfnum djöfulsins, ,og bendir það á,
að hann sé af djöfullegum rótum runninn, enda segja
sumir, að hann sé djöfuilinn sjálfur í hestslíki.1 2 3 Það er
þvi ekki nema eðlilegt, að nykrinum er illa við að heyra
nefnt guðs nafn, og hleypur hann þegar í vatn sitt, er
hann heyrir það. Einu sinni sá stúlka frá Steinum und-
ir Eyjaíjöllum, sem Guðrún hét, gráan hest við Hellis-
vatn. Hún hnýtti upp í hann styttubandinu sínu, og
ætlaði að riða honum kippkorn, en hún tók brátt eftir
því, að eyru og hófar sneru öfugt; varð hún þá hrædd,
og bað guð að hjálpa sér. Nykurinn stökk þá í vatn
sitt, en komst ekki niður, þvi nafn stúlkunnar var ofið í
styttubandið, eins og þá var siður tii.4 Ekki er þess
getið, hvað orðið hefir af nykri þessum, en víst er um
það, að hann hefir ekki komist til heimkynna sinna,
meðan styttubandið var upp í honum. Enn er það eitt,
sem nykur má ekki heyra. Það er klukknahljóð. Heyri
hann það, hverfur hann þegar i jörðu. Þegar menn gera
kross yfir nykri, þá hverfur hann annaðhvort í jörð nið-
ur, eða þýtur í vatn sitt með miklum ósköpum. Frá
þessu mun stafa siður sá, sem ýmsir menn hafa haft
á Islandi, að krossa yfir hesta sina, áður en þeir fóru
á bak.8
Við hefir það borið, að kunnáttumenn hafa haft
uykur til áburðar við sérstök tækifæri. Bóndi einn flutti
1) Huld VI., bls. 20—21.
2) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 44—45.
3) Jón Marteinsson þar, sem til er vísað.
9