Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 24
24
i6. gr.
Framboðsgjald það, sem hér er ákveðið að dæmi
flestra þeirra þjóða, sem þessari kosningaraðferð fylgja,
er sett til þess, að síður gefi sig fram til kosninga
menn, sem enga von geta gert sér um að ná kosningu,
að eins í þeim tilgangi að sundra atkvæðum þeirra þing-
máiínaefna, sem mest fylgi hafa. Hins vegar er upp-
hæðin svo lág, að ekki er líklegt að sá maður, sem annað-
hvort einn, eða með tilstyrk íylgismanna sinna, má eigi
við svo litlu, sé svo efnalega óháður að kjósendur beri
traust til hans. Auk þess er hlutfallstala sú, V4 (ekki af
öllum greiddum atkvæðum, heldur af atkvæðatölu þeirri,
sem til kosninga þarf), svo lágt sett, að sá sem ekki nær
henni, hefir auðsjáanlega ekkert skynsamlegt framboðs-
erindi átt; og auk þess ber þess að gæta, að það er í raun
réttri misgerð við kjósendur, að gera tilraun til að gera
atkvæði þeirra að engu, en það verða þau, ef þau eru
greidd án nokkurs sennilegs útlits um árangur. Fram-
bjóðöndum, sem nokkurt teljandi fylgi hafa, er enginn
óhagur í þessu ákvæði, því að þeir íá upphæð þessa end-
urgoldna, þótt þeir nái ekki kosningu.
17- gr.
Astæðan fyrir heimild þingmannaefna til að hafa
umboðsmenn er auðsæ. En auk þess má benda á, að
viðurvist þeirra gefur einnig almenningi trygging fyrir að
alt fari löglega fram og að t. d. leikmenn þeir, sem
kjörfundum stýra, engri nauðsynlegri varúð gleymi.
22.— 33. gr.
Akvarðanirnar í þessum greinum bera það sjálfar með
sér, að þær eru nauðsynlegar til að tryggja það, að
kosningaraðferðin nái þeim tilgangi sínum að vera heim-
úlleg.
42. gr.
Það hefir eigi þótt ástæða til að ætla yfirkjörstjórn