Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 81
8i
Ætla má, að »gamla testamentið« alt, í þeirri mynd
sem vér eigum það nú, sé fullmyndað hér um bil
ioo árum f. Kr. En íullnaðardómur um gildi þess í heild
sinni og hinna einstöku rita þess sérstaklega mun ekki
hafa verið kveðinn upp fyr en á fræðimanna-samkomunni
miklu, er haldin var í Jabne (Jamnia) árið 73 e. Kr. Þar er
kveðið á um það að fullu og öllu, hvaða rit skuli á öll-
um tímum talin »kanonisk« þ. e. talin algild regla og
mælisnúra fyrir trú og líferni Israelssona, og mælikvarð-
inn, sem farið er eftir, er aðallega sá, hvort ritin séu í
fullri samhljóðan við »Thóra« þ. e. »lögmálið« eða hinar
fimm Mósebækur, eins og þær höfðu viðurkendar verið
á dögum Esra sem stjórnarskrá þjóðarinnar og regla og
mælisnúra fyrir trú og líferni einstaklinganna í öllum
greinum.
Þetta er í stuttu máli fæðingarsaga gamla testament-
isins í þeirri mynd, sem vér eigum það nú. Hún
byrjar í Jerúsalem árið 444 f. Kr. og henni lýkur til
fuls í Jabne árið 73 e. Kr. Nægir þetta til að sýna oss,
hve röng sú hugsun er, sem vér nefndum í upphafi
greinarinnar, að guð hafi í upphafi gefið ísrael gamla
testamentið, eins og vér eigum það enn í dag. Sann-
leikurinn er sá, að ísrael er alt að því hálft sétta hundr-
að ár að eignast sína »heilögu ritningu«. Reyndar rek-
um vér oss á líka hugsun hjá sumum kirkjufeðranna (t.
a. m. Irenæusi og Tertúllían), að gamla testamentið í
þeirri mynd, sem vér eigum það nú, sé til orðið alt í einu,
en það er án efa bygt á frásögu einni í »apokrýfisku«
riti frá dögum Dómitíans (4. bók Esra), þar sem skýrt
er frá því, að öll rit gamla testamentisins hafi glatast er
Nebúsar-Adan brendi Jerúsalemsborg árið 586 f. Kr., en
Esra skrifað þau öll upp aftur fyrir guðlegan innblástur.
Hér er það því gefið í skyn, að gamla testamentið í heild
6