Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 103
urríkinu á 8. öld. »Með Amos brýtur guðstrúin i fyrsta
sinn af sér band þjóðernisins og verður allsherjartrú i stað-
inn fyrir trúarbrögð einnar þjóðar« (Cornill). Hjá báðum
þessum mönnum kveða við frumtónar hinnar spámann-
legu prédikunar í fullum krafti og siðferðilegri alvöru.
Mergir álíta, að spádómsrit þeirra Jóels og Obadja séu
einnig frá þessu timabili, en áreiðanlega vissu fyrir því,
hvenær þau séu fram komin, vantar enn.
Þegar líður á 8. öldina taka erfiðleikarnir einn-
ig að vaxa í Júdariki, en þó einkum þegar kemur fram
á 7. öldina, eftir að norðurríkið er undir lok liðið;
því að áður hafði það verið eins konar verndarmúr fyr-
ir Júdaríki gegn óvinum þess bæði að norðan og að aust-
an. Á dögum Hiskía er sjálfstæði þjóðarinnar búin yfir-
vofandi hætta af Assýrum, er þá ráðast á Júdaríki undir
forystu Sanheribs Sargonssonar. En þá nýtur þjóðin lið-
sinnis einhvers hins mesta allra hinna andlegu leiðtoga
sinna, Jesaja spámanns, »konungsins meðal spámann-
anna«, er hafði jafnglöggan skilning á hinum pólítisku
sem á hinum trúarlegu og siðferðilegu kröfum tímans.
Hann er vafalaust einn af merkustu og mestu stórmenn-
um allrar Israelssögu. Rit það, sem við hann er kent,
er þó ekki alt eftir hann, eins og vér eigum það nú.
Allur síðari kafli ritsins (frá 40. kap. til 66. kap.) er sér-
stakt spádómsrit, síðar til orðið, og af fyrri kaflanum (1.
— 39. kap.) eru 4 síðustu kapítularnir ekki eftir Jesaja
sjálfan, heldur söguleg frásaga um starf Jesaja á dögum
Hiskía, er Sanherib réðst á Jerúsalem. En alt hitt eru
spádómar Jesaja, færðir i letur annaðhvort af honum
sjálfum eða einhverjum lærisveina hans.
Frá þessu tímabili eru einnig rit þeirra Mika, Na-
húms, Habakuks, Zefanja og Jeremia, sem allir eru and-
lega skyldir Jesaja. Míka lifir samtíða honum, og kem-
ur öllum saman um, að rit hans sé réttilega eignað hon-