Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 14
H
skal þess gætt, hvort tala seðlanna kemur heim við tölu
þá, sem tilgreind er í bréfi því, er yfirkjörstjórnin skal
fylgja láta hverjum seðilböggli. Þessa skal getið í kjörbók-
inni og skrifa kjörstjórar og umboðsmenn þar undir.
26. gr.
Kjörstjórnin skal, áður en kosning byrjar, skipa til dyra-
vörzlu 2 menn eða fleiri, sem skiftast á.
Nú segir kjörstjórn dyiaverði til, að kosning byrji, og
skal dyravörður þá hleypa inn kjósendum, einum í senn.
Só ágreiningur um, í hverri röð kjósendur komist að,
skal röðin á kjörskrá ráða, þannig, að dyravörður hleypir
þeim fyr inn, sem framar stendur á kjörskrá, af þeirn sem
gefa sig fram.
Kjósandi gengur til kjörstjóra, er hann kemur inn í
herbergið, og fær kjörstjóri honum einn kosningarseðil, ef
kjörstjórnin kannast við manninn og hann stendur á kjör-
skrá.
Þekki kjörstjórnin ekki manninn, er honum kostur ger
að fá inn með sér 2 kjósendur, sem kjörstjórnin þekkir, og
ef þeir vilja lýsa yfir því undir drengskap sinn, að maðurinn
só sá, er hann kveðst vera, þá er það næg sönnun, en geta
skal þess í kjörbókinni.
27. gr.
Engum manni, sem á kjörskrá stendur, má kjörstjórnin
meina að greiða atkvæði, og engum leyfa það, sem eigi stend-
ur á henni.
28. gr.
Síðan fara vitni þessi út, en kjósandi verður eftir. Kjör-
stjóri skal afhenda kjósanda einn kjörseðil, en kjósandi fer
með hann inn í klefann (afherbergið) að borði því, er þar
stendur, og gerir skákross (^) i n n a n í hringinn, við það
nafn eða þau nöfn, ef fleiri en einn á að kjósa, sem kjós-
andinn vill velja, með blýjanti, sem kjörstjórnin leggur til, en
hún skal hafa næga blýjanta, alla samlita og nákvæmlega af
sama tagi. Síðan brýtur kjósandinn seðilinn einu sinni sam-
an, svo að letrið snúi inn, gengur inn að kjörborðinu ogsting-