Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 121
121
elsbók (sbr. i, 4; 2, 2) um eins konar »kunnáttumenn«
eða spámenn, myndast ekki fyr en Babýloníuríkið er
undir lok liðið og er af því auðsætt, að ritið hlýtur að
vera samið eftir þann tíma. 5) I 9, 2 er sagt, að Dan-
íel hafi »í ritningunni« (orðrétt: »í bókunum«) hugað að
áratölu þeirri, er Jeriísalem skyldi í eyði liggjo samkvæmt
spádómi Jeremía. I orðunum: »í ritningunni« (eða »í
bókunum«) liggur, að spádómsbók Jeremia hefir þá verið
einn hluti spámannlegs ritsafns (»spámannanna«), en þetta
safn var ekki til árið 536 f. Kr. og myndaðist ekki fyr
en löngu seinna. 6) Loks ber málið á bók þessari það
með sér, að hún getur ekki verið samin af Daníel: þar
koma fyrir bæði persnesk og grísk orð, sem litlar líkur
eru til að Daniel hefði getað notað austur í Babýlon, en
sérstaklega er það þó hin aramaiska mállýzka, sem neilir
kaflar bókarinnar eru skrifaðir á, er sýnir oss, að hún
getur með engu móti samin verið fyr en eftir herleið-
inguna og það löngu nokkuð, því að það er ekki fyr en
á 5. eða jafnvel 4. öld, að aramaiska mállýzkan verður
ofan á í Palestínu. A sama hátt ber hebreskan í bók-
inni með sér, að bókin er ekki rituð fyr en mjög seint.
En þegar vér þessu næst virðum fyrir oss »drauma«
Daníels eða hinn »spámannlega< kafla ritsins, þá dylst
það eigi, að spámaðurinn »segir fyrir« með ninni mestu
sögulegu nákvæmni alla helztu viðburðina á dögum Anti-
okusar Epífanesar fram að árinu 165 f. Kr. Hér á sér
stað hið gagnstæða því sem á sér stað hjá öllum hinum
spámönnunum: Þeir þekkja út í æsar sögu samtíðar
sinnar og þeim skjátlast aldrei, er þeir segja frá henni,
en þegar þeir lýsa þvi, sem verða muni á ókomnum
timum, verða allir höfuðdrættir þess býsna óljósir og
eins og í þoku. En Daníel aftur á móti er, eins og
þegar hefir verið bent á, mjög illa að sér í sögu sam-
tíðar sinnar, svo að þar rekur hver söguvillan aðra, en