Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 120
120
bea-tímabilinu, á dögum Antíokusar Epífanesar, árið 165
f. Kr. — Að Daníel sjálfur hefir ekki samið rit þetta,
er auðsætt meðal annars afþessu: 1) Bókin er ekki sett
meðal spámannabókanna í ritsafni (kanon) gamla testa-
mentisins, eins og fræðimenn Gyðinga (»hinir skriftlærðu«)
hafa gengið frá því, heldur setja þeir það meðal »helgi-
ritanna«, og meira að segja meðal hinna síðustu, við hlið-
ina á Esterar-bók. Slíkt væri með öllu óhugsanlegt, ef
rit þetta hefði verið þekt, þá er »spámannaritunum« var
safnað saman, sem ekki hefir getað verið seinna en á 3.
öld f. Kr. (því í byrjun 2. aldar eru þau öll viðurkettd
sem »kanonisk«), og enn fremur er lítt hugsanlegt, að
þeir hefðu ekki sett það meðal spámannanna, er það var
orðið þekt, ef þeir hefðu eignað því spámannlegt gildi.
2) Jesús ben Sírak þekkir alla hina stóru og smáu spá-
menn í ísrael og nafngreinir alla hina stóru, en Daníel
nefnir hann ekki. 3) Ef Daníel væri höfundur bókar-
innar, hefði hann hlotið að vita, að Nebúkadnesar tók
ekki Jerúsalem á 3. stjórnarári Jójakíms (þ. e. árið 605
f. Kr.), og að fyrsta brottnámið úr landinu átti sér ekki
stað fyr en á dögum Jójakins (597). Hann mundi og
hafa vitað, að Belsasar var ekki sonur Nebúkadnesars,
heldur sonur Nabonids, síðasta konungs í Babel, og að
þessi Belsasar varð aldrei konungur; hann mundi oghafa
vitað, að Kýros tók þegar við yfirstjórn Babýloníuríkis
eftir Nabonid, en alls ekki neinn »Darius írá Medialandi«
(6, 1), sízt af öllu »sonur Ahasverusar« (þ. e. Xerxesar)
(9, 1), því að sagan þekkir engan Daríus Xerxesarson, er
ríkt hafi í Babel; þar á móti þekkir hún Daríus Hysta-
spesson (tengdason Kýrosar), er árið 521 (8 árum eftir
dauða Kýrosar) og aftur 515 lagði Babýlon undir sig að
nýju og setti þá rúma 20 þjóðjarla (en ekki 120, eins
og segir i Dan. 6, 2) yfir ríkið, og Xerxes son hans.
4) Nafnið »Kaldear«, eins og það er haft í Dani-