Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 85
85
getur ritningin hvergi um skrifaðar heimildir viðvíkjandi
þeim tímum, enda er naumast við slíku að búast.
Patríarka-sagan gerist öll á því tímabili, er leturgjörð
hefir naumast verið þekt í ísrael, enda öllum lífernishátt-
um þjóðarinnar á þeim tímum svo farið, að um ritstörf
hefir naumast getað verið að ræða, þótt einhver hefði
kunnað að draga til stafs; því að forfeður þjóðarinnar
voru hirðingjar, er sjaldan héldu kyrru fyrir nema stutta
stund í einu, en fóru með hjarðir sínar fram og aftur
um landið. Hafi því þeir menn, er löngu seinna skráðu
sögu þessara forfeðra þjóðarinnar, haft nokkrar skrifaðar
heimildir við að styðjast, þá virðist mega ganga að því
vísu, að þær hafi ekki verið frá því tímabili sjálfu, heldur
frá miklu seinni tímum, sennilegast ekki eldri en frá tíma-
bilinu áður en konungdómur hefst í Israel. Aðallega
mun það þó vera hin munnlega sögusögn, sem þessit
menn hafa stuðst við, endurminningar þjóðarinnar í sögu
og söngvum.
En af því leiðir aftur, að hér getur naumast verið
um sögulega sanna frásögu að ræða, heldur að eins um
söguna, eins og hún hefir staðið þjóðinni fyrir hugskots-
sjónum, svo og svo mörgum öldum seinna. Með þessu er
þó ekki fyrir það girt, að í frásögum þessum felist ein-
hver sögulega sannur kjarni, svo að vér af frásögum þess-
um getum gert oss nokkurn veginn rétta hugmynd um
líf og háttu þjóðarinnar á þessum tímum og hin andlegu
stórmenni hennar, sem sagan skýrir sérstaklega frá. Sú
skoðun er líka nú alment viðurkend meðal fræðimanna,
að patríarka-sagan, er skýrir oss frá sögu Hebreanna á
dögurn þeirra Abrahams, ísaaks, Jakobs og Jósefs, sé ekki
sögulega áreiðanleg í þeini skilningi, að alt, sem þar er
skráð viðvíkjandi lifi forfeðranna, sé áreiðanlegur, sögu-
legur sannleikur, jafnvel í minniháttar atriðum, heldur sé
þar í mesta lagi að eins um sögulega sannan kjarna að ræða,