Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 164
164
skrimsli þau, er hafa sést á hraðri ferð, en þó er það
mögulegt. Fljótt á litið virðist það vera óeðlilegt, að
líflaus hlutur, eins og grastorfur eru, geti hre}’fst áfram,
en kolavatnsefnið veldur þessari hreyfingu, eins og hreyf-
ingunni upp frá botninum.
Eftir því, sem kolavatnsefnið myndast á meira dýpi,
eftir því þenst það meir lit á leiðinni upp á við við
það, að þrýstingin á það minkar, og eftir því vex spenn-
ingin. Þegar loftið ryður sér loksins braut út úr torf-
unni, hefir það sömu áhrif á hana og skrúfa á gufuskip.
Það kemur henni á hreyfingu. Hraði sá, sem skrimslið
hefir, eða réttara sagt torfan, fer eftir þrýstingu þeirri,
sem er á loftinu, þegar það streymir út, eftir hlutfalli
því, sem er á milli stærðar og þyngdar torfunnar öðru
megin, en loftsins sem í henni er hinu megin, eftir því,
hve gat það er stórt, sem loftið fer út um, o. s. frv.
Eftir þessu er það vel skiljanlegt, að skrimslin geti
haft allhraða ferð um stundarsakir, en *Appellöf lýsir svo
lítilli tilraun til þess að gera málið enn skiljanlegra.
Hann gerir ráð fyrir því, að menn taki venjulegan
gúmmiknött, sem börn leika sér að, blási lofti inn í
hann gegnum pípu, leggi svo knöttinn á vatn, en láti
pípuna hanga niður í vatnið á ská. Meðan loftið er að
streyma út úr knettinum hreyfist hann allhart, en í öfuga
átt við loftstrauminn, sem út úr honum fer, eins og
gufuskipin knýjast áfram við það, að skrúfan þrýstir á
vatnið í cfuga átt við stefnu skipsins. Svipað stendur á
hreyfingu skrimslanna. Ef loftið brýzt út úr öðrum enda
torfunnar, þá hreyfist hún áfram eftir yfirborði vatnsins,
en ef það brýzt út neðan á torfunni, færist hún ekki úr
stað, en vaggast upp og ofan, og eru báðar þessar hreyf-
ingar altíðar hjá skrimslum. Enn má skýra hreyfingar
skrimslanna á þann hátt, að þegar torfan er komin upp
að yfirborði vatnsins, komi nýtt loftgos að neðan, og