Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 83
»3
ur má jafnvel segja, að með þessu sé fengið fyrsta höf-
uðskilyrðið fyrir réttum skilningi á Israels-sögu.
í ritgjörðinni »Móse-bækurnar í ljósi hinna vísinda-
legu biblíurannsókna«, hefi ég sýnt fram á, hversu
þessi heimildarrit gera vart við sig í fimmbókaritinu
(Pentatevkos), — en þeirra verður vart víðar; þeirra verð-
ur vart að kalla má í hverri einustu af hinum stærri bók-
um gamla testamentisins, svo að naumast verður sagt um
nokkra þeirra, að hún sé að öllu leyti heildarverk eins
manns. Ymist er heimildarrita þessara beinlínis getið eða
þau segja óbeinlínis til sín, svo ósamkynja eru þau að
máli, framsetningu og blæ; en hér við bætist og, að not-
kun heimildarritanna er víðast hvar svo bein og — mér
liggur við að segja — barnaleg, að enginn vandi verður
að greina þau hvort frá öðru í höfuðatriðunum, og frá
hinni sögulegu umgjörð þess, er hefir steypt þeim saman
í eina heild. Þannig er háttað söguritum þeim, er halda
áfram sögu Israels, þar sem Móse-bókunum sleppir,
losva-bók, Dómarabókinni og Samúels-bókunum. í Josva-
bók eru beinlínis notuð sömu heimildarritin sem í fimm-
bókaritinu, og er hún því að réttu lagi að eins einn hluti
sömu heildarinnar, enda eru nú flestir hættir að tala um
»fimmbókaritið«, en tala í þess stað um »sexbókaritið«
(Hexatevkos). Dómarabókin grundvallast og á eldri heim-
ildarritum, og er hún að því leyti merkileg, að í henni
eru að líkindum langelztu bókmentalegu fornmenjarnar,
sem fyrir oss verða í öllu gamla testamentinu (Debóru-
ljóðin). í Samúels-bókunum er sagan auðsjáanlega endur-
samin eftir eldri heimildarritum, sem sum hafa ef til vill
samin verið ekki löngu eftir að viðburðir þeir gjörðust,
sem skýrt er frá. I Konunga-bókunum, sem skráðar
eru að mestu rétt fyrir herleiðinguna og í Kron-
ikubókunum, sem skráðar eru enn seinna, er beinlínis
6*