Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 31
skýri eg þessi á annan hátt en Ólafur Daviðsssonr
Gamaloia er gagnstæða við yste neujue (Nýey) og er
sama sem væri á íslenzku gamaleyja. Hálfkrossinn. sem
Ólafur talar um, get eg eigi séð á eftirmynd eftir Kretsch-
mer, en orðið marchamt þýðir ,kaupmaður‘ og hefir ef
til vill staðið við skipsmynd á heimildarkorti því, sem
notað hefir verið. Roche eða Roeck, sem kemur svo oft
fyrir á gömlum Islandsuppdráttum er sjálfsagt ekki ann-
að en þýðing hins íslenzka orðs sker, því ,klettur‘ eða
,bjarg‘ heitir á frönsku roche eða rocher, en á ensku rock.
Witland, á heimskortinu í Lundúnum (Ó. D. bls. 155)
er ef til vill hvorki Finland, né Vínland, heldur Vind-
land, því í staðinn fyrir in rituðu menn oftast i og strik-
ið gat hæglega orðið óljóst á eftirmyndinni.
A kortinu í Rudimentum Novitiorum er Island reynd-
ar látið vera milli Danmerkur, Noregs og Liflands, en á
fjórðu síðunni liggur það við heimsrönd; má svo segja
að það liggi á réttum stað eftir því sem kortið er teikn-
að. Vinlád getur hér ekki verið annað en Finland.
Á 160. bls. segir Ólafur að á korti einu heiti ísland
nresland. Þar hefur hann misskilið eitthvað, nres-
land er sjálfsagt ekki annað en Frislanda eftir Zenibræð-
urna. Frísar heita ýmist Frisen eða Fresen, en / / byrj-
un orðanna var oftast ritað v eða u — eins og í næsta
dæminu hér á undan — bæði á Þýzkalandi og Hollandi,
og svo er n komið í staðinn, að minsta kosti á eftir-
myndinni hjá Kunstmann, sem Ólafur hafði fyrir sér.
Den boot, sem stendur á sumum, einkum hollenzk-
um, landabréfum norðan á landinu eða fyrir norðan það,
ætla eg að sé upprunnið úr Hafsbotnsnafninu, því í ís-
lenzka í«-hljóðinu heyra útlendir menn að eins /-ið og
svo hefir hollenzki greinirinn verið settur framan við orð-
ið; það er eins og þegar orðið Jauska-botn hefir verið afbak-