Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 11
II
IV. kafli.
Framboð þingmannaefna og umboðsmenn.
16. gr.
Nú vill ma'ó'ur bjóða sig fram sem þingmannsefni í
einhverju kjördœmi, þá skal hann tilkynna yfirkjörstjórninni
framboð sitt skriflega svo tímanlega, að það komi henni í
hendur eigi síðar en 9 vikum á undan kjördegi. Jafnframt
framboði sínu skal frambjóðandi senda yfirkjörstjórniuni 50
krónur. Þetta fó afhendir yfirkjörstjórn landfógeta til varð-
veizlu, þangað til kosningum er lokið og hún hefir sjálf tal-
ið saman atkvæði og lýst yfir, hvern atkvæðafjölda hver fram-
bjóðandi hafi hlotið. Nú nær frambjóðandi eigi J/4 þeirrar
atkvæðatölu, er með þurfti til að ná kosningu, þá fellur
fjárframlag hans í landssjóð. Sama er ef hann tekur fram-
boð sitt aftur fyrir kjördag. En nái frambjóðandi þeim at-
kvæðafjölda, x/4 eða meira, fær hann endurgoldið tryggingarfé
sitt að fullu. Deyi frambjóðandi fyrir kjördag, svo að hann
verði eigi í kjöri, skal endurgjalda búi hans tryggingarféð.
Framboðum skal og fylgja skrifleg yfirlvsing minst
fjögra kjósenda í kjördæmi því, sem frambjóðandi leitar þing-
mensku í, um að þeir ætli að styðja kosningu hans.
Nú deyr þingmannsefni áður en kosnir.g fer fram og
fellur þá niður kosning í því kjördæmi að sinni, og skal á-
líta allan kosniugarundirbúning sem ógerðan, þar á meðal
öll framboð þingmannaefna í því kjórdæmi. En landshöfð-
ingi skal ákveða nýja kosningu og fara með svo sem segir í
50. gr.
17. gr.
Hvert þingmannsefni á rétt á að gefa einum manni eða
tveimur í hverjum hrepp umboð sitt til að annast hagsmuni
bans við kosninguna. Þessir umboðsmenn hafa rétt til að
vera viðstaddir atkvæðagreiðsluna á kjörfundum og gæta þess
að alt fari þar löglega fram, eins og nánar segir í þessum
lögum. Sé þingmannsefnið sjálft við staddur á kjörfundi,
hefir hann þar allan sama rótt, sem umboðsmönnum hans er
veittur í lögum þessum.