Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 80
8o
með áreiðanlegri vissu, að sum þessara helgirita (t. a. m.
Daníelsbók) eru eiumitt samin á fyrra helmingi 2. aldar
f. Kr. svo óhætt mun vera að fullyrða, að þessi þriðji
höfuðkafli gamla testamentisins, »helgiritin«, hafi ekki verið
fullmyndaður-fyr en um miðbik eða undir lok 2. aldar.
Þó eru ýmsir meðal fræðimanna Gyðinganna á næstu
tveim öldum enn þá í óvissu um sum af ritum þessum.
Þessi óvissa snertir þó eigi svo mjög ritvissu þeirra sem
hitt, hvort þau hefðu í sér fólgið nægilegt uppbyggilegt
gildi til þess að verða tekin upp í »helgirita«safnið og
verða ásamt því innlimuð í hið mikla safn heilagra rita
þjóðarinnar við hliðina á »lögmálinu« og »spámönnunum«.
Reyndar fengu þau aldrei jafngildi við lögmálið og spá-
mennina, sem sjá má meðal annars á því, að ekki mátti
nota þau til upplestrar í samkunduhúsunum á sabbats-
dögum. Sérstaklega eru það Orðskviðirnir, Prédikarinn,
Lofkvæðið og Esterar-bók, sem menn eru í vafa um,
hvort telja skuli til þeirra rita, er »geri hendurnar ó-
hreinar«.‘)
1) Þetta harla einkennilega orðatiltreki um þau rit,
er upp skyldi taka í gamla testamentið, futidu Farísear upp
og átti það að tákna helgi þessara rita. En svo var til orða
tekið, til þess að varna því, að rit þessi sættu lóttúðugri
meðferð eða yrðu um hönd höfð gálauslega. Lofkvæðið varð
sérstaklega þrætuepli. Sumir vildu ekki heyra það nefnt
meðal helgiritanna og töldu það veraldlegt ástarkvæði. Fleiri
voru þeir þó, er töldu það ’oæði uppbyggilegt og andríkt,
þótt enginn væri jafn-skorinorður og Rabbí Akíba, er sagði
um það þessi orð: »Guð fyrirbjóði, að nokkuru sinni hafi
verið ttm það þráttað, hvort Lofkvæðið geri hendurnar ó-
hreinar. 011 heimsrásin er ekki svo mikils virði sem sá dag-
ur, er Lofkvæðið var gefið Israel; öll eru helgiritin heilög
rit, en allrahelgast er þó Lofkvæðið«.