Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 134
þess er sagt, að svipaður ormur sé i Surtshelli,1 og því
á þurru landi, og er það alveg einstakt í ísienzkri þjóð-
trú. Uppruni allra þessara orma er á einn veg. Það er
trú manna, að ef gull er lagt undir brekkusnigil, þá vaxi
bæði gullið og ormurinn, þangað til hann verður ákaflega
stór og mannskæður, ef ekki er nógu snemma að gætt,
og ormurinn drepinn, en hann er svo elskur að gullinu,
að fyr lætur hann drepa sig á því en flæma sig aí því.
Séu ormar þessir látnir halda lífi, hefir það oftast orðið
niðurstaðan, að orminum með gullinu hefir verið snarað
í vatnsföll eða stöðuvötn, og hafast þeir þar við æ síðan.
Ormurinn í Lagarfljóti er langnafnkendastur af ís-
lenzkum ormum, og tek eg upp söguna um upptök hans
til að skýra uppruna þessara ókinda, þótt hún sé prentuð
hjá Jóni Arnasyni. Einu sinni fyrirlanga löngu bjó kona
ein nálægt Lagarfljóti. Hún gaf dóttur sinni gullhring,
og spurði þá stúlkan: »Hvernig get eg haft mest gagn
af gullinu því arna, móðir mín?« »Legðu það undir
lyngorm«, svaraði hún. Stúlkan tók nú lyngorm, lét
undir hann gullið, og setti svo alt saman ofan í tréöskj-
ur einar litlar. Nokkrum dögum seinna vitjaði stúlkan
um orminn, og var hann þá orðinn svo stór, að öskj-
urnar voru farnar að gliðna í sundur. Stúlkan varð þá
hrædd, og kastaði öskjunum út í Lagarfljót; leið nú og
beið, og fóru rnenn að verða varir við orminn í fljótinu;
fór hann að granda mönnum og skepnum, sem yfir fljót-
ið fóru, en stundum teygði hann sig upp á fljótsbakkann,
og gaus eitri ógurlega; flæddi þá fljótið upp á bakkana,
jörðin bærðist, en hús öll titruðu. Þetta þótti horfa til
hinna mestu vandræða, og vissi enginn ráð til að bæta
úr þeim. Loksins voru fengnir tveir Finnar, sem voru
I) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 638, og Huld VI, bls.
23—24.