Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 7
7
7. gr.
Kjörskrár skulu samdar einu sinni á ári. Á skrá sér
skulu þeir settir, sem ekki hafa kosningarrótt, þa er skráin
er samin, en vitanlegt þykir að fullnægja muni þeim skil-
yrðum, sem til kosningarréttar þurfa, einhvern tíma á árinu,
og skal um leið tilgreina þann dag, er hver þeirra öðlast
kosningarrétt.
8. gr.
Kjörskrá skal semja að hausti, svo að hún só fullbúin
annan Mánudag í Nóvember, og skal hún þann dag lögð fram
til sýriis á hentugum stað, einum eða fleirum í hrepp eða
kaupstað. 14 dögum áður en kjörskrá er fram lögð, skal það
hirta á þann hátt, sem títt er að birta almennar auglýsingar
á hverjum stað, hvar kjörskráin skuli frammi liggja, en hún
skal liggja frammi frá dagmálum til miðaftans dag hvern
næstu 14 daga eftir að hún var lögð fram.
9. gr.
Mánudag þann, er þrjár vikur eru liðnar frá því er kjör-
skráin var fram lögð, skal hver sá, sem kæra vill yfir, að
einhverjum sé slept af skrá eða ofaukið þar, hafa afhent
oddvita kæru sína með þeim rökum og gögnum, er hann vill
fram færa til stuðnings máli sínu. Só kært yfir því, að ein-
hver sé á skrá tekinn, skal oddviti innan 3 daga senda þeim,
er yfir er kært, eftirrit, sem hann staðfestir af kærunni, og
skal gagngert, senda með það til viðtakanda.
14 dögum eftir að kærur skyldu vera fram komnar,
verður hver sá, er svara vill kæru, að hafa komið svari sínu
til oddvita.
Með næstu póstferð skal oddviti senda kjörskrána syslu-
manni með árituðu vottorði um, hvenær hún er fram lögð og
hve lengi hún lá frammi, og sjáltur skal hann geyma eftirrit
af kjörskránni. Jafnframt sendir hanri syslumanni kærur þær
er fram hafa komið og svörin upp á þær með umsögn
hreppsnefndarinnar.
S/slumaður sker þá þegar úr kærum, en bæjarfógeti í
kaupstöðum, og sendir þeim, er hlut eiga að máli, úrskurð