Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 110
IIO
þaðan. Nú er tekið að safna saman öllum bókmenta-
leifum fyrrj. alda, raða þeim niður og koma þeim í eina
heild. Þannig verða til hin miklu kerfi sögubóka, sex-
bókaritið, Kroníkubækurnar ásamt Esra- og Nehemíabók-
um o. s. frv. Fjöldi nýrra rita er og saminn, bæði
sögu-, spámanna-, skáldskapar- og fræðirita.
Eins og það eru spámennirnir, sem fá mest áhrif á
þjóðina í útlegðinni og í frumbýlingsskapnum eftir heim-
komuna, þanuig gætir þeirra einnig mest í bókmentunum
framan af.
Hezekíel er hinn mikli spámaður herleiðingarinnar.
Hjá honum fá spádómarnir að ýmsu leyti nýtt snið; í
guðlegri sýn lýsir hann framtíðarfyrirkomulagi þjóðar
sinnar, og þar sem hinir eldri spámenn leggja alls enga
áherzlu á helgisiðina og guðsþjónustu fyrirkomulagið o.
þvíl., þá á hið gagnstæða sér stað hér. Þegar Nebúkad-
nesar tók Jerúsalem herskildi 597, flutti hann konunginn
og alla helztu og efnilegustu menn þjóðarinnar með sér
til Babel. Einn þeirra var Hezekíel. Fimm árum eftir
komu sína austur þangað, tekur hann spámannskölluninni
og í 22 ár starfar hann sem spámaður meðal landa sinna
í sifeldri baráttu við falsspámenn og auðtrúa landa sína.
Hér austur frá er spádómsbók hans samin og mun rit-
vissa hennar vera betur sönnuð en flestra annarra rita
gamla testamentisins. Hinum nýju hugsunum, sem Heze-
kíel flutti þjóð sinni var síðar að ýmsu leyti komið í
framkvæmd við siðbót þeirra Esra og Nehemía árið 444,
eins og Prestaritið ber með sér.
Þegar líður að lokum herleiðingarinnar verða hinir
frægu spádómar til, sem síðari hluti spádómsbókar Jesaja
(4°-—ú6. kap.) inniheldur, eða það, sem nú er venjulega
kallað Deutero-Jesaja. Þótt ekki væri annað en stíllinn á
þessum spádómum að halda sér við, væri það eitt nægi-
leg sönnun fyrir því, að hér talar annar höfundur en í