Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 122
122
þegar hann tekur að lýsa því, sem verða muni á ókomn-
um tíma, getur hann rakið rás viðburðanna með hinni
stökustu sögulegri nákvæmni, þ. e. a. s. fram að árinu
165, því þegar kemur fram yfir það ár, þá hverfur hin
sögulega nákvæmni og alt verður óljóst fyrir honum og
sem í þoku.
Þegar nú öll þessi atriði eru lögð saman, verður
niðurstaðan eðlilega þessi: Ritið er samið árið 165 f.
Kr., »draumar« hans eru ekki spádómar, heldur lýsing á við-
burðum, sem um garð eru gengtiir. En þá verður hitt
tvent líka mjög skiljanlegt, hvernig því víkur við, að höf.
er svo illa lærður í sögu herleiðingar-tímabilsins og að
hin sögulega nákvæmni þess, sem hann segir fyrir, hætt-
ir alt í einu með árinu 165 f. Kr. En hvað er þá um
bók þessa að segja? Er hún falsrit, samið í sviksamleg-
um tilgangi? Nei, engan veginn. Hún er huggunar- og
hughreystingarrit, samið handa þjóðinni, þegar mest
krepti að henni og við sjálft lá, að hún misti algjörlega
traust sitt á drotni, guði Israels. En höf. velur riti sínu
þetta einkennilega snið, sem þjóðinni var kunnugt frá
ritum hinna yngri spámanna (t. a. m. Hezekíels) og tek-
ur sér dularnafnið Daníel, er hann líklega hefir lánað frá
Hez. 14, 14. 20; 28, 3. Tilgangur hans er sá einn, að styrkja
hugrekki þjóðarinnar með því að sýna henni með því, sem
fram kemur við Daníel og vini hans, að ekkert sé almáttug-
um guði um megn, hann geti frelsað vini sína úr eldsofni og
undan æðandi ljónum, á sama hátt muni hann einnig
frelsa þjóð sína út úr þrengingum hennar af völdum
Antíokusar hins grimma; — að því leyti er Daníels-bók
líka spámannlegt rit, en ekki að því leyti sem hann
»segir fyrir« um hinar ógurlegu þrautir, er »koma muni«
yfir þjóðina. Hvort »saga Daníels* í Daníels-bókinni
styðjist við einhverjar munnmælasögur um þennan Dan-