Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 175
I7S
eins og skorið væri, og hann særður á bandarjaðrinum
líkt og á lærinu. Eftir litla dvöl fóru fjórir menn að
leita að þessu skrimsli, en fundu það ekki; var þá leitað
til sjávar, því áhugi var í mönnum að veiða svona sjald-
séna skepnu. Daginn eftir var farið að leita að förum
eftir dýrið, en þau sáust engin, nema förin eftir mann-
inn, þar sem hann hafði hlaupið og traðkað, þar sem
dýrið náði honum. Snjórinn var harður, svo maðurinn
hafði að eins brotið hann svo sem i skóvarp1 2 *).
Haýnaskrimslið. I apríl 1854 sást skrimsli við Land-
ey, sem er skamt frá Höfnum á Skaga nyrðra, og er
mynd af því og lýsing í Norðra8). Skrimslið var að stærð
við tvo hesta. Framan var það breitt og hátt og að
mestu flatt fyrir að sjá. Hæð þess var ekki minna en
1 ’/r alin fyrir ofan sjómál. Upp eða fram af því voru
tveir ranar eða horn. Hver þessara rana var klofinn að
framan að sjá, sem kjaftur væri, og lét dýrið þá ýmist
upp eða aftur. Ekki voru kjaftar þessir á enda rananna,
heldur laukst raninn upp neðar; var þá hinn styttri skolt-
ur nær hvilft þeirri, er var milli rananna. Neðan undir
hvilftinni framan á flatanum virtist eins og hjartamynd,
ljósari á lit en dýrið sjálf. Þar í kring sáust holur marg-
ar, en ekki voru þar augu, svo sjást mætti, þótt vera
mætti, að svo væri, ef djúpt hefði verið inn að þeim.
Alt var skrimslið rýrara aftur, og virtist sem kápa } fir
því, svo sem hver fellingin lægi ofan á annarri, eftir því
endilöngu, þó á snið. Hali var á þvi að digurð við
skrokkinn sem klætt mannslæri, og fór hann mjókkandi,
unz klumba kom á enda hans. Þennan hala lagði það
1) Norðanfari 1868, nr. 7—8, og er 0. M. Jónsson á
Ytra-Álandi í Þistilfirði skrifaður undir greinina.
2) 1855, nr. 7—8. Undir greinina er ritaðnr Sigurður
Sigfússon í Höfnum, og er hún dagsett 8. september 1854.