Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 19
'9
saka málavöxtu samkvæmt því, sem kjörbókin ber meS
sór, eöa skjöl þau, er henni fylgja. Virðist henni þau mis-
smíði á vera samkvæmt þessum gögnum, að bersynilegt sé,
að gallar þeir, sem á eru, hafi haft áhrif á úrslit kosningar-
innar í kjördæminu, skal hún lýsa kosninguna ógilda.
45. gr.
Verði kosningin þannig lýst ógild, gjörir yfirkjörstjórn
tafarlausa ráðstöfun til, að kosning fari fram á ný í þeim
hrepp eða hreppum, þar sem slíkir gallar hafa fyrir komið.
46. gr.
Þá er yfirkjörstjórn fyrirskipar endurkosning í hrepp,
samkvæmt næstu gr. á undan, skal hún ákveða með hverj-
um fresti sú kosning skuli boðuð, en kjörskrár og kjörseðla,
sem með þarf, skal hún senda jafnframt tilkynningunni.
47. gr.
Þá er kjörstjórn hefir í hvert sinn úrskurðað kosningar
úr þeim kjördæmum, er henni hafa borist kjörseðlar úr, skal
hún samdægurs eða næsta dag senda landshöfðingja tilkynn-
ingu, umhverjir kosnir séu í þeim kjördæmum, ogjafnframt
láta birta úrslit kosninganna í því blaði, er flytur stjórn-
arvaldaauglýsingar. Onnur kjörbróf þurfa þingmenn ekki.
• 48. gr,
Nú ferst kosning fyrir í hrepp af því að kjörseðlasend-
ing kemur eigi til skila, þá skal undirkjörstjórn tafarlaust til-
kyuna það yfirstjórninni, sem endurnýjar sendinguna svo
fljótt sem verða má. Undir eins og sendingin kemur undir-
kjörstjórn í hendur, boðar hún til kjörfundar hinn næsta Sunnu-
dag, sem til verður boðað með viku fyrirvara. Kjörfund skal
þá boða með þingboði, er kjörstjórnin sendir gagngert á hvert
heimili.
Komi atkvæðaseðlar og kosningarseðlar eigi til skila til
yfirkjörstjórnar, en kosning hefir þó farið fram í hreppnum,
skal yfirkjörstjórnin fá nýja afskrift af kjörbókinni og skal
þá atkvæðafjöldi þaðan talinn, við úrslit kosningar, sam-
kvæmt tölu þeirra seðla, sem enginn ágreiningur var um.
2*