Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 20
20
IX. kafli.
Úrskurður um kjörgengi.
49. gr.
Nú kœrir einhver kjósandi í kjördæmi yfir því, að þing-
mann þann er kosningu hlaut, skorti einhver kjörgengisskil-
yrði, þá skal hann innan tveggja mánaða senda kæru sína í
tvennu lagi, annað eintakið landshöfðingja, sem leggur það
fyrir þingið, en hitt jafnsnemma þingmanninum, sem yfir
er kært. Kærur þessar úrskurðar alþingi.
X. kafli.
Aukakosningar og kosningar til aukaþings.
50. gr.
Nú verður þingmannssæti autt áður en kjörtímabil erá enda
og skal þá landshöfðingi fyrirskipa n/jar kosningar svo fljótt
sem því verður við komið eða þurfa þykir og ákveður kjör-
dag, og getur hann þá, ef þörf þykir til bera, stytt fresti
þá, sem ákveðnir eru í lögum þessum, og skal hann auglýsa
kosningarfyrirskipun sína í blaði því, sem flytur stjórnar-
valdaauglysingar, og jafnframt tilkynna yfirkjörstjórninni,
svo að hún geti i tæka tíð sent undirkjörstjórn þau gögn, er
lög þessi ákveða.
Að öðru leyti fer um kosninguna eins og lögþessimæla
fyrir.
51. gr.
Nú er þing rofið og boðað til kosninga til aukaþings,
og skal þá ráðgjafi íslands ákveða kjördag og tilkynna yfir-
kjörstjórn í Reykjavík í tæka tíð, svo að hún geti sent und-
irkjörstjórnum löghoðin kjörgögn. Að öðru leyti fara þessar
kosningar fram samkvæmt fyrirmælum laga þessara.
52. gr.
Hvenær sem kosning á þingmanni eða þingmönnum fer
fram á öðrum tíma árs en hinum lögskipaða kjördegi, skal
fara eftir kjörskrám þeim, sem í gildi eru á þeim tíma, er
kosningin fer fram, en kjörskrá í hverju undirkjördæmi er í
gildi frá því hún kom úrskurðuð frá yfirkjörstjórn og þang-
að til önnur ný kemur undirkjörstjórn í hendur á sama hátt.