Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 57
57
og aðrar smáþjóðir. Einmitt fyrir það, að vér erum smá-
þjóð, verðum vér fyrir hvern mun að vera vandfýsnir í
því efni, sem hér er um að ræða.
Sannleikurinn er nú líka sá, að það getur með engu
mótitalist ókleift fyrir oss að koma upp góðum kennuium.
Vér eigum visi til kennaraskóla, og eg veit ekki annað,
en að sá vísir sé fullefnilegur. En vér þurfum að veita
þeim vísi meiri þroska, lengja 'námstímann, herða á kröf-
unum. Auðvitað kostar það nokkurt fé. En aldrei getur
það sett oss á höfuðið. Vér verðurn að gera alt, sem
vér höfum framast vit á, til þess að gera skólann veru-
lega góðan. Annars er enginn vegur að koma barna-
fræðslu vorri í sama horf og hún er með frændþjóðum
vorum.
En svo liggur það i hlutarins eðli, að vér verðum
að hafa eitthvað að bjóða mönnunum, að afloknu námi.
Þeir verða að hafa til einhvers að vinna. Nú er fyrir
engu að gangast. Barnakenslan á landinu er nú ekki
annað en neyðarúrræði manna, sem á engu öðru eiga
kost. Þeir kjósa hana heldur en að sitja auðum höndum
og svelta. Enginn má gera sér í hugarlund, að með þvi
lagi eignumst vér yfirleitt góða kennara. Eg ætia ekki
að fara að nefna ncina fjárhæð, sem kennurum sé bjóðandi.
Nógu snemt er að fara að deila um það, þegar rnönn-
um hefir skilist aðalatriðið. Eg bendi að eins á þetta,
sem hverjum manni ætti að geta verið skiljanlegt, að ef
vér hugsum til að fá góða kennara, verður kennarastað-
an að vera sæmileg, sannarlega iífvænleg, góðum tnönn-
um boðleg.
Þegar vér höfum aflað oss kennara, horfir það mál
við alt annan veg en áður að afla oss skóla. Þá fyrst
höfum vér nokkuð verulegt við skólana að gera. Og þá
höfum vér fengið sjálfkjörna forvígismenn í þeirri baráttu.
Eg veit vel, að það getur ekki gerst alt í einu að koma