Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 102
102
ar og einstaklinga sé komin undir því, að hið innra líf
sé heilbrigt og gott. Hjá þeim skýrist guðshugmyndin
og helgast, og hin andlega ákvörðun mannsins verður há-
leitari og hreinni. Kröíurnar um heilagleika lííernisins
verða og um leið alvarlegri og strangari. A þessu tíma-
bili kemst ísrael á ýmsan hátt í samband við hið assýrska
stórveldi og verður fyrir áhrifum þaðan, bæði góðum og
vondum. Þannig berst þaðan inn í landið heiðindómur
í nýjum myndum, ný tegund hjáguðadýrkunar, er á ýmsan
hátt blandast saman við þær leifar eldri hjáguðadýrkunar,
er ekki hafði tekist að útrýma. Fyrir því verður það eitt
með öðru viðfangsefni spámannanna á þessu tímabili að
berjast gegn heiðindóminum í þessum nýju myndum.
Reyndar líður norðurríkið innan skamms undir lok, því
að eins og högum þess var komið og lýðurinn allur orð-
inn gjörspiltur af stjórnleysinu og guðleysinu, voru forlög
þess fyrirsjáanleg. Hér hrökk starfsemi spámannanna ekki
til. Suðurríkið gat lengur veitt viðnám, þótt þar kæmi
og um síðir, að það leið undir lok á sama hátt.
Með spámanna-ritunum byrjar alveg ný bókmenta-
grein í Israel. Þau voru alveg einstök í sinni röð; slík
rit höfðu aldrei fyrri sézt í Israel. Spámennirnir koma
þar fram sem umboðsmenn guðs og erindsrekar, er heimta
með heilögum myndugleika, að orðum sínum sé gaumur
gefinn í öllum greinum; því að spámannsröddin er guðs
rödd, hvort sem hún lætur til sín heyra í stjórnmálum,
félagsmálum eða ciðferðilegum málum. Hvað framsetn-
inguna snertir, birtast rit þeirra ekki síður í bundnu máli
en óbundnu. Hinn guðinnblásni spámaður er jafnframt
guðinnblásið skáld, en fyrir það verða orð hans enn á-
hrifameiri.
Þau spámannarit, er hér verða fyrst fyrir oss og á-
reiðanleg vissa er fengin fyrir að tilheyra þessu timabili,
eru rit þeirra Amos og Hósea, er báðir störfuðu í norð-