Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 16
16
Að atkvæðagreiðslunni lokinni greiðir kjörstjórnin at-
kvæði þannig, að einn úr kjörstjórninni í senn fær einn kjör-
seðil, fer meö hann inn í klefann og greiðir atkvæði alveg á
sama hátt og aðrir kjósendur, og sezt svo aftur í sæti sitt.
.35. gr.
Umboðsmenn frambjóðenda eiga rétt á að gæta þess,
að kjörstjórn og kjósendur hegði sér lögum samkvæmt við
kosningarathöfnina, og má hver þeirra átelja það, er honum
þykir áfátt í því efni, við kjörstjórnina.
Nú þykir umboðsmanni eitthvað ólöglegt við kosningar-
athöfnina og fær það eigi leiðrétt, þá á hann rétt á að fá
ágreiningsatkvæðið bókað þegar í stað í kjörbókina og verð-
ur þá síðar úr því skorið (sjá 44. gr.), hver áhrif það hefir
á kosninguna.
36. gr.
Þá er atkvæðagreiðslu er slitið, skal kjörstjóri opna at-
kvæðakassann og taka upp einn og einn miða í einu og les
upp nafnið eða nöfnin sem við er merkt á hverjum miða og
réttir miðann jafnótt umboðsmönnum til eftirsjónar, en
aðstoðarkjörstjórar merkja á meðan á blað atkvæðatöluna við
nafn hvers frambjóðanda. Komi öllum saman um, kjörstjórn
og umboösmönnum, að einhver kjörseðill só ógildur, skal hann
ógildan telja, og skal leggja alla slíka seðla í sérstakt um-
slag.
Verði ágreiningur milli kjörstjórnar og einhvers um-
boðsmanns um, hvort kjörseðill sé gildur eða ógildur, skal
leggja alla slíka seðla í þar til ætlað umslag. Síðan skal
telja saman þá seðla, er kjörstjórnin telur gilda, og leggjast
þeir sér í umslag.
Alla seðla, sem ónýzt hafa, skal leggja í sérstakt um-
slag, en í umslag sér þá seðla, sem afgangs eru ónotaðir.
37. gr.
Til alls þessa skal nota umslög þau, sem yfirkjörstjórn-
in hefir sent í þessu skyni. í hvert umslag skal jafnframt
leggja miða með samtölu seðlanna sem í því eru, undirskrif-
aðan af kjörstjórn og umboðsmönnum. Seðlatölunnar af
hverju tagi skal geta í kjörbókinni.