Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 95
95
Ennfremur hafa skáldin látið til sin taka á þessu
tímabili og ort söguljóð um afreksverk þjóðarinnar sem og
einstakra manna. Ef til vill hefir ljóðakerfinu »bókin um
bardaga Jahve« verið safnað í eina heild á þessu tímabili,
enda þótt ljóðin sjálf séu ort á næsta tímabili á undan,
eins og áður er á minst. A þessu tímabili er og álitið,
að myndast hafi annað merkilegt ljóðasafn, »bók hins
réttláta«, sem hvað eftir annað er vitnað til (Josv. io,is.
2 Sam. 1,18). I þessari »bók hins réttláta« hafa meðal
annars staðið hin alþektu orð, sem vitnað er til í Josva-
bók: »Sól stattu kyr í Gíbeon, og þú tungl í Ajalons-
dal, þá stóð sólin kyr og tunglið vék ekki úr stað, unz
fólkið hafði hefnt sín á óvinum sínum«, — þessi orð,
sem svo margir hafa hneykslast á vegna stjörnufræðinnar,
og margir lærðir guðfræðingar eldri tíma reynt að sanna
sem bókstaflegan sannleika. En þótt höíundur Josva-
bókar eða þess af heimildarritum hennar, er hefir haft
þessi tilvitnuðu orð að geyma, hafi vafalaust álitið, að hér
væri um bókstaflegan sögulegan sannleika að ræða (sbr.
v. 13.—14.), þá virðist hitt ekki síður vafalaust, að skáld-
ið hafi með þessu að eins haft 1 hyggju að lýsa á sem
skáldlegastan hátt hinum mikla sigri ísraels fyrir fulltingi
drottins (Jahve)1). — I þessu sama ljóðasafni hafa og stað-
ið hin undurfögru sorgarljóð Davíðs eftir þá Sál og Jóna-
1) í íslenzku biflíuútleggingunni (frá 1866) eru orðin:
»Sól stattu kyr o. s. frv.« tilfærð sem orð sjálfs höfundar
Josva-bókar, þar sem hann skyri frá því, er Josva hafi sagt,
en aftur á móti eru orSin, sem koma á eftir tilvitnuninni
(Josv. 10, 13.—14.) tilfærð sem orð skáldsins í »bók hins
réttláta«. En svo stendur á þessum misskilningi, aS þ/ðandinn
hefir ekki gætt þess, að orðin: »þetta finst skrifað í bók hins
réttláta« eiga við það, sem á undan er komið, en ekki það,
sem á eftir fer.