Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 90
90
enn f>á eldri ritum, sem nú eru glötuð. 1 i. Mós. 27,
v. 28—29 og v. 39—40, þar sem verið er að lýsa samband-
inu milli þeirra bræðranna Isaakssona, Jakobs og Esaú,
verða slíkir ljóðakaflar fyrir oss. Þessir ljóðakaflar eru
mikilsverðir fyrir skilning vorn á patríarka-sögunni í ýmsu
tilliti. Meðal annars bera þeir það ljóslega með sér, að
víða þar sem virðist vera verið að skýra frá einstökum
persónum, er jafnframt verið að lýsa lífi og háttum heilla
þjóðflokka. Ljóð þau, sem brot þessi eru tekin úr, eru
sennilegast orðin til á þeim tímum, er menn vildu festa
sér í minni gamlar sögusagnir um uppruna ýmsra sér-
stakra þjóðflokka, og firra þær gleymsku og glötun. Er
alment álitið, að þessi ljóð, sem brotin í 1. Mós. 27 eru
tekin úr, séu ort áður en konungatímabilið hefst hjá ísrael.
Sama er að segja um »lofsöng Móse« í 2. Mós. 15, 1 —18.
Að stofninum til er »lofsöngur« þessi mjög gamall,
sennilegast orðinn til ekki mjög löngu eftir komu ísra-
elsmanna til Kanaanslands. En seinna hafa ljóð þessi
verið aukin og endursamin, til þess að þau gætu einnig
átt við síðari tíma. Þannig er í 17. versinu talað um
»þann stað, er Jahve hafi gert að sínum bústað og helgi-
dóminn, sem hendur hans hafi tilreitt« — og leiðir það
eðlilega hugann til miklu síðari tíma. — I 4. Móse-bók
verða einnig fyrir oss mjög gamlir ljóðakaflar. Þannig
eru í 21. kapítulanum brot úr »bókinni um bardaga Jahve«
en í því riti hefir, ætla menn, verið safn af þjóðkvæð-
um um afreksverk Israels, er hann braut undir sig þjóð-
ir þær, er fyrir voru í Kanaan við komu hans þangað
frá Egiptalandi; sé svo, þá er mjög líklegt, að þau
séu ort á því timabili, sem hér ræðir um, þótt
þeim hafi naumast verið safnað saman í eina heild
fyr en á næsta tímabili. Sennilegast eru og Bíle-
ams-spádómarnir (4. Mós. 23. og 24. kap.) frá þessu tíma-
bili, þótt sumt i þeim beri á sér merki síðari tíma, t. a.