Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 92
92
J>. e. dýrkun, sem kannast við, að til séu fleiri guðir en
Jahve, þótt hann einn sé guð Israels og sá guð, er einn
eigi heimting á dýrkun þjóðarinnar, en eigmleg eingyðis-
trú (>monotheismu)), þ. e. trú á tilveru að eins eins guðs
(Jahve). 1 Júdaríki er trúarlífið blómlegra og guðsdýrk-
unin hreinni, enda á Jahve-dýrkunin sér sterka stoð, þar
sem er musterið í Jerúsalem. En í Norðurríkinu stóðu
kálfar Jeróbóams, sinn á hvorum landsenda, og þangað
leitaði lýðurinn þrátt fyrir áminnandi spámannaraddir og
vandlætingarsamar vegna Jahve.
Konungatímabilinu má skifta í tvö minni tímabil. Hið
fyrra iátum vér byrja þegar konungdómurinn hefst hjá
ísrael, hið siðara þar á móti með framkomu hinna eigin-
legu spámannarita. Síðara tímabilið er auðugra í bók-
mentalegu tilliti en hið fyrra, þótt það eigi líka af allblóm-
legum bókmentum að segja, bæði sagnfræðilegum rit-
um og skáldskaparritum. Jafnvel lagasöfn taka þá að
koma fram.
Hinar sögulegu bókmentir fyrri hluta konungatíma-
bilsins eru merkilegar. Þær snúa sér bæði að liðna tím-
anum og hinum yfirstandandi. Það er lögmál í lífi
þjóðanna, að þegar einhver þjóð hefir náð ákveðnum
þroska, þá heimtar sjálfsmeðvitund hennar, að hún reyni
að geia sér sem áreiðanlegasta grein fyrir eigin uppruna
sínum og sögu liðinna alda, til þess sem bezt að geta
komið auga á hið þjóðarlega ætlunarverk sitt. Eðlilega
gerir þetta lögmál einnig vart við sig hjá ísrael, og það
enda á enn hærra stigi en viða annarstaðar, með þvi að
þjóðinni er kunnugt um, að í liðna tímanum liggja upp-
tökin til alls þess, er sérkennilegt er fyrir hana sem þjóð
Jahve. A þessu tímabili verða til tvö elztu heimildarrit-
in, sem tekin eru upp i fimmbókaritið og Josvabók, þ.
e. Jahve- og Elóhímritið. Þegar áður en safnandi fimm-
bókaritsins tekur þessi rit upp í hið mikla safn sitt, eru