Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 84
84
vitnað til heimildarritanna og þau jafnframt tilgreind. Alt
hið sama er að segja um Esra- og Nehemiahók. — Þá er
»Sálmabókin«, sem venjulega er kend við Davíð konung.
Hún er samsafn andlegra ljóða frá ýmsum tímum, ef til
vill frá byrjun konungatímabilsins alt fram á Makkabea-
tímabil, þótt meiri hluti þeirra sé ekki saminn fyr en eft-
ir herleiðinguna. Slíkt hið sama er um Orðskviðina að
segja. I ritum spámannanna er miklu síður við því að
búast að finna samsteypu fleiri rita, en þó á það sér
stað með sum þeirra, t. a. m. bækur þeirra spámannanna
Jesaja og Sakarja.
Hér skal nú stuttlega gerð grein fyrir framkomu
ritanna á ýmsum tímum og sýnt fram á, að svo miklu
leyti sem auðið er, hvað heyri til hverju tímabili í sögu
ísraels, og byrjum vér þá á tímunum áður en konung-
dómur hefst í ísrael.
II.
Að leturgjörð hafi verið þekt og iðkuð í Israel á
þeim tímum og rit samin, er nú samhuga álit allra lærðra
manna. En naumast verður neitt fullyrt um það, hve
snemma þetta hafi byrjað. Það eitt er talið nokkurn veg-
inn áreiðanlegt, að ekkert af þeim bókmentalegum forn-
menjum, sem fyrir oss verða í ritum gamla testamentis-
ins sé eldra en frá Dómaratímabilinu. Og frá því tíma-
bili er ekkert heilt rit til, heldur að eins örlítil brot úr
ritum, er fyrir tilviljun eina hafa varðveizt, sem sé við
það, að þeir menn, er skráðu rit á næsta tímabili á eftir,
þektu þau og tóku þessi brot úr þeim upp í rit sín jafn-
framt því sem þeir studdust við þau, er þeir sömdu sögu
þessara tíma.
Að því er snertir frumsögu mannkynsins og sögu
hinna elztu forfeðra Gyðinganna (patríarka-söguna), þá