Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 108
io8
ir líkum áhrifum og hann. í heild sinni eru Konunga-
bækurnar mjög áreiðanlegar sem heimildarrit og gefa
mjög góða lýsingu af Hfinu í Israel á tímabili því, sem
þær ná yfir. Slíkt hið sama verður aftur á móti
ekki sagt um Kroníkubækurnar, eins og síðar mun sýnt
verða.
Auk Konunga-bókanna eru einnig spámannaritin frá
þessu tímabili einkar mikils virði sem heimildarrit fyrir þá,
er vilja kynna sér Israelssögu á þessu tímabili, því að í
flestum þeirra birtist hið spámannlega efni í sögulegri
umgjörð, sem er því nákvæmari og áreiðanlegri, sem sag-
an er þar skrifuð samtíða viðburðunum og óháð öilum
trúarsetningum. An efa hefir höf. Konunga bókanna auk
annarra heimildarrita einnig stuðst við hin eldri spámannarit,
þ. e. hið sögulega efni þeirra, og mun það eigi eiga hvað
minstan þátt i hinum sögulega áreiðanleika þeirra og rétta
skilningi á sögu þessa tímabils.
V.
Vér erum nú komnir fram að herleiðingunni, en
með henni byrjar síðasta höfuðtímabilið í sögu Israels-
þjóðar. Á þessu tímabili drífur margt á dagana fyrir Isra-
el og hann á saman að sælda við hinar ólíkustu þjóðir.
Fyrst Kaldea og síðan Persa, þá Egipta og loks Grikki
og Sýrlendinga. Alt hefir þetta meiri eða minni áhrif á
andlegt lif þjóðarinnar, þótt langmest gæti áhrifanna frá
kaldversku menningunni og síðar hinni grísku.
Herleiðingin austur til Babýlonar varð ekki, eins og
við hefði mátt búast, andlegu lífi þjóðarinnar til hnekkis.
Miklu fremur má segja, að hún hafi orðið því til ómet-
anlegrar blessunar. Gyðingunum — eins og nú er farið
að kalla þá — tókst ekki að eins að varðveita þjóðerni
sitt þar austur frá og öll þjóðareinkenni, heldur lærðist
þeim nú einnig til fulls að meta ýmislegt það, sem þeir