Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 46
4 6
góðum manni. Ekki veit eg, til hvers þarf þroska, ef
hans þarf ekki til þess að svara spurningum barnanna,
spurningum, sem na til allra íræðigreim, spurningum, er
ósjaldan snerta djúpsettustu og örðugustu íhugunarefnin,
sem mannsandinn hefir verið að fást við, síðan er hann
vaknaði til meðvitundar hér á jörðunni. Hjartanlega get
eg við það kannast, að eg hefi aldrei í lífinu fundið jafn-
sárt til þess, hvað ábótavant mér er sjálfum, eins og í
afskiftum af börnunum minum.
Yfirleitt eru allsendis óvaldir menn að fást við barna-
kenslu hér á landi. Þeir eru sjálfsagt vel til þess fallnir
sumir, en margir hljóta að vera gersamlega óhæfir til
þess, af því að mennirnir eru teknir til starfsins svo víða
alveg af handahófi. Allvíða mun sá helzt vera valinn,
sem vill vinna verkið fyrir minsta borgun. Kröfurnar
annars þær, að kennararnir séu læsir, skrifandi og reikn-
andi, sem kallað er. Ein aðalnámsgrein barnanna er trú-
arbrögðin. Um það mun að jafnaði ekki spurt, hvort
kennarinn hafi svo mikla trúarbragðaþekkingu, að hann
sé í raun og veru fermandi. Og vist er um það, að
trúarbragðaþekking hér á landi ristir ekki sérlega djúpt
hjá allmörgu fólki, sem þó hefir fengið meiri mentun en
alment gjörist. Eg skal að eins benda á eitt dæmi. Eg
þekki kennara, sem var að lesa kvæðið »Nýársósk Fjall-
konunnar« eftir Matth. Jochumsson með einum bekk í
kvennaskólanum hérna í Reykjavík. Það var ekki neðsti
bekkur og ekki næstneðsti bekkur, heldur 3. bekkur. í
kvæðinu eru þessar línur:
»Stutt er æfin, en listin er löng,
og lífsins braut í sannleika þröng«.
Stúlkurnar voru spurðar, við hvað væri átt með orðunum
»lifsins braut«. Þær héldu, það væri mannsæfin. Þá
voru þær spurðar, hvort þær könnuðust ekkert við, að
minst væri neinstaðar á þröngan eða mjóan veg, sem