Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 87
87
er gerði það mögulegt, að sagan hefði hér getað varð-
veizt hrein og sönn frá einum ættlið til annars. Með
því að halda sér gagnrýnilaust við ættartölurnar í i. Mós.
virtist þetta geta til sanns vegar færst og það mjög auð-
veldlega. Hugsum oss, hve skamt er milli þeirra Adams
og Nóah. Einir 8 ættliðir! Nóah er 9. maður í bein-
an karllegg frá Adam og Adam sjálfur lifir samtíða niðj-
um sínum í átta liðu'), og á 46 ár eftir ólifað, er Lamek
fæðist, faðir Nóah. Þannig hefir þá Adam sjálfur getað
sagt Lamek frá því, er gerðist í Paradís (af 1. Mós. 5,29
má og sjá, að Lamek héfir ekki verið ókunnugt um þetta)
og hann aftur skýrt syni sínum Nóah frá þvi og sonar-
syni sínum Sem, ættföður Semítanna, sem Hebrear eru
komnir af, — og siðan hefir það borist mann frá manni
alt til Abrahams. En þótt nú jafnvel sagnfræðingar eldri
tíma gripu í grandleysi til 1. Mós. 1 —11, til þess að
fræðast af því um ýmislegt viðvíkjandi barndómssögu mann-
kynsins, sem ekki varð tekið eftir öðrum heimildarritum2),
þá eru þeir tímar nú löngu liðnir, er lærðir menn álitu
frumsöguna í 1. Mós. sögulega áreiðanlega, þótt mörgum
veiti fullerfitt enn í dag að segja skilið við þá skoðun.
1) Adam er 130 ára er Set fæðist, Set 105 ára er En-
os fæðist, Enos 90 ára er Kenan fæðist, Kenan 70 ára er
Mahalel fæðist, Mabalel 75 ára er Jared fæðist, Jared 162
ára er Henok fæðist, Henok 65 ára er Metúsala fæðist og
Metúsala 187 ára er Lamek fæðist faðir Nóah. Nú getur
hver reiknað sem vill. Adam er talinn hafa orðið alls 930
ára gamall, en frá fæðingu Sets til fæðingar Lameks verða
105 + 90 + 70+75+ 162 + 65+ 187 eða samtals 754 ár. Nú
er Adam 130 ára, er Set fæðist og hefk1 því verið orðinn
130+754 eða 884 ára er Lamek fæðist eða átt eftir alls 46
ár ólifað.
2) Þá aðferð notaði hjá Dönum t. a. m. Guldberg í
veraldarsögu sinni frá 1768.