Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 63
vér teljum oss ókleift að menta börn vor sæmilega.
Framfararyki kunnum vér að geta þeytt upp. En það
leikur þá alt i lausu lofli, verður aldrei að föstum jarð-
vegi. Undirstöðuna vantar. Ef vér æflum að vera fram-
faraþjóð, þá verðum vér að hafa efni á því að leggja
mikið í sölurnar til þess að menta börn þjóðarinnar.
Orðugleikarnir dyljast mér ekki. Eg veit vel, eins
vel eins og hver annar, hvað þjóðin er fátæk. Mér er
líka einmitt núið því um nasir í blöðunum hér á landi
og upp á síðkastið í dönskum blöðum líka, að eg sé að
kveikja hjá alþýðunni óánægju með kjör sín, og telja úr
henni kjarkinn,fyrir þá sök eina, að eg hefihaldiðþví fram,
að hagur þjóðar vorrar sé alt annað en glæsilegur.
Eg lít á þetta mál í huga minum í sambandi við
öll önnur framfaramál vor. Eg er sannfærður um, að
það er sömu skilyrðum háð eins og þau öll hin. Vér
þurfum að fá forgöngu fyrir þvi og vér þurfum að fá
trú á þvi. Hvorttveggja hefir vantað. Og sárast er það,
þyngst ólán vort er það, grátlegastur arfurinn frá áþjánar-
árunum er sá, að oss vantar svo marga trú á framfarir
þjóðar vorrar. Djúpsæjasti spekingurinn í mannheimi
hefir sagt: »Ef þér hefðuð trú, þá gætuð þér flutt fjöll«,
og »trúuðum er alt mögulegt«. Það eru einhver glæsi-
legustu, dýrðlegustu orðin, sem töluð hafa verið til mann-
anna. Og eg efast ekki um, að þau séu sönn. Maður-
inn trúir þvi, sem hann vill, og það, sem hann vill,
það bæði getur hann og gerir, ef viljinn er nógu ein-
beittur. •