Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 150
150
söguna eftir Agli í Keldudal, syni Jóns, er hann hafði
eftir föður sinum.
I Skorradalsvatni hafa oft sést skrimsli. A jólaföstu
1858 sást þar skrimsli marga daga í röð og það altfram
yfir jól. Nálægt 1870 sást skrimsli þar í vatnsósnum,
likast því í lögun og áttæringur lægi á hvolfi1.
Skrimsli á að vera í Höfðavatni á Höfðaströnd, eftir
því sem segir í sóknalýsingum Felis og Höfða 1868.
Tjörn ein er á Kúluheiði, er Þrístikla lieitir, og er
sagt, að í henni sé fióð og íjara eins og í sjó. Vatnið
í tjörninni er fúlt og bragðilt. Skrimsii á að vera í tjörn-
inni, enda hefir fundist við hana stór og luraleg beina-
grind af óþektu dýri. Enginn vill veiða i tjörn þessari,
og leiða allir hest sinn frá að liggja við hana2. Eftir því,
sem segir í sóknalýsingu Auðkúlusóknar 1873, á líka
að vera öfuguggi í tjörn þessari.
Brúnavík heitir bær fyrir sunnan Borgarfjörð eystra,
og voru þar feðgar tveir, er báðir hétu Birnir Björnssyn-
ir. Björn yngri er nýdáinn. Tjörn ein er þar í grend-
inni, og sáust oft í henni ormar litlir vexti. Einu sinni
er þeir feðgar voru staddir við tjörnina, sáu þeir svart
flykki koma upp úr henni miðri, og var það hér u'm bil
tvær álnir á hvern veg. Þessu fylgdi ólga mikil i tjörn-
inni, og jafnframt fyltist hún ormum þeitn, sem áður er
um getið. Þegar ferlíki þetta hafði sést á yfirborði tjarn-
arinnar nokkura stund, hvarf það aftur ofan i vatnið, en
ólgan minkaði. Ekki skildu þeir feðgar, hvernig stóð á
1) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 139, og Þjóðs. og munn-
mæli 1899, bls. 422.
2) Eftir sögusögn síra Gtiðnjuudar heitios Helgasonar á
Bergstöðum.